Færsluflokkur: Bloggar

BRILL,BRILL,BRILL

Verðið að kíkja á Þetta  Rúnar Freyr að gera góða hluti og svo auðvitað allir sem hafa lagt sitt að mörkum við þetta snilldarverk.

Baddi Zop á meðal annars heiðurinn að gerð myndbandsins og söngkonan heitir..... man það örugglega þegar ég er búinn að slökkva á tölvunni en hún er systir Jenna í Brainpolice fyrir þá sem þekkja til á þeim bænum.

Skemmtileg tilviljun að þetta komi á netið fyrir almenningssjónir á sjálfan Valentínusardaginn en ég held svei mér þá að strákurinn eigi eftir að gera fleiri góða hluti,en ég held að kallinn hafi gert mig hálf orðlausan með þessu.

Ég sit hérna einn í myrkrinu með gæsahúð sem jaðrar við að vera fjaðrir og reyni að ná áttum þar sem ég er mikill A-HA fan en held samt að ég geti með sanni sagt að ég velji þessa fram yfir orginalinn,en bæðe vei þá er að koma diskur með kappanum W00t W00t jíhaaa

http://www.youtube.com/watch?v=d4XTMLKVjp4


Fastelavn

þá er það búið og klukkeblomst alveg í skýjunum með þetta allt saman og ég er ekki frá því að sú yngri verði partýljón mikið vegna þess að þegar við fórum í gær á fastelavn sem haldið var í götunni þá var hún alveg að fýla allt þetta fólk,hávaðann,og alla þessa athygli LoL

Andrea kom svo með þessa líka fínu fastelavnbollu af leikskólanum í dag með grænu kremi og marsípani inní sem var algjörlega að gera sig og hún sagði mér að þau hefðu bakað þær sjálf og ekkert smá flott hjá þeim.

Ég er að leggja hausinn í bleyti og reyna að búa til fimm rétti sem innihalda hákarl.......

jebb en samt ekki úldinn eins og við þekkjum hann á klakanum neihei held að það færi ekki niður í mannskapinn Errm 

Annars er hákarl mjög góður fiskur fyrir þá sem ekki hafa smakkað hann þá er hann einna líkastur sverðfiski og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og ég er mest hissa hvað fólkið hjá mér er duglegt að smakka þegar maður er með tilraunir.

Ég ákvað að vera með kryddþema þessa vikuna í vinnunni og ákvað að skella hákarlinum inn og prófa eitthvað nýtt með hann og aldrei að vita að maður skelli inn uppskrift eða uppskriftum þegar maður er búinn að reyna þetta á einhverjum Wink 

Við komum til  með að vera á Íslandinu yfir páskana en Gústi,Hulda og krakkarnir koma til okkar um miðjan maí og ekkert smá eftirvænting í kofanum og maður er farinn að leggja drög að því hvernig maður stjanar í kringum þau og spurning um að reyna að bæta á þau nokkrum kílóum Grin ég veit að Hulda má við því en  hummm spurning með frænda FootinMouth  bara grín hahahahahaha...... en talandi um grín þá kemur hér einn góður í lokin

Kona ein var að steikja egg handa sínum heitt elskaða eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið. Varlega varlega...! Settu meira smjör! Guð hjálpi mér...! Þú ert að steikja Of mörg egg í einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA, Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR! Eggin munu festast! Varlega... VARLEGA! Ég sagði VARLEGA! Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! Snúðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjuð! Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta eggin. Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt. NOTA SALT! S A L T.
Konan horfði á hann og sagði." Hvað er eiginlega að þér? Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?"
Eiginmaðurinn svaraði rólega ,"Mig langaði bara að leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum.


jæja hvert var ég kominn.......

já einna helst ber að nefna að dóttir mín...já nú þarf maður víst að fara að nafngreina þessar elskur þar sem maður á alveg helling ja allavega tvær prinsessur Wink en semsagt hún Hanna Bríet var í skoðun og mældist og vigtaðist 59 cm. og 5,180 kg.

sem þýðir að hún hefur lengst um 4 cm og þyngst um 1.kg á 3 vikum W00t Spurning hvort þurfi að breyta mataræði hjá mömmunni og minnka fituprósentuna í mataræðinu hjá henni ?????? nú held ég samt að ég hafi verið að grafa mér gröf þar sem ég veit að hún kíkir hingað stundum þessi elska ÚPS...

En þetta er bara hið besta mál og greinilegt að hún hefur það gott eins og afgangurinn af fjölskyldunni.

Annars fórum við til Álaborgar síðustu helgi,ókum af stað um leið og ég kom heim úr vinnu og búið var að skipta um dekk á bílnum þar sem við vorum enn á varadekkinu síðan sprakk hjá mér í vinnunni um daginn sem er nú kannski önnur saga.

Við ókum af stað í ekta íslensku slagviðri sem við höfum aldrei kynnst hér í danaveldi fyrr,vorum komin á bilinu 20:00-20:30 man ekki alveg en það var vel tekið á móti okkur og við settumst auðvitað niður og byrjuðum að kjafta og vinna upp tímann sem liðinn var síðan síðast. Daginn eftir vara maður ræstur af krökkunum sem vildu að maður færi nú að koma sér á fætur sem og maður gerði en ég tók eftir einhverjum skrítnum svip á Birni Kára sem rauk úr herberginu með fýlusvip og þungur á brún.Var að velta fyrir mér hvað ég hefði nú gert en þá kom það í ljós....... hann átti von á að sjá Hilmar afa og Áslaugu ömmu en ekki okkur og greinilegt hvern hann hefði tekið fram yfir hvern Smile Stubburinn var nú samt fljótur að jafna sig og við farnir að fíflast og hafa gaman.Áslaug og Hilmar ætluðu sér að koma á svipuðum tíma og við en lentu í 14 tíma seinkun frá Fróni og týndu tösku Woundering minnið mig endilega á það ef ég skildi einhverra hluta vegna gleyma því að fara ekki í sama flugi og þessar elskur,ef ekki er seinkun hjá þeim þá týnast töskur eða bara hvort tveggja LoL

Þau komu milli 11 og 12 og var farið strax í það að skreyta kökur og undirbúa afmælisveisluna fyrir heimasætuna sem hélt upp á 6.ára afmælið sitt og voru SS pylsur og SS pylsusinnep ummm og svo auðvitað kökur.Við vorum hjá þeim þangað til seinni part sunnudags og er alveg hægt að fullyrða að þetta var snilldar helgi í rólegheitum,áti,Trivial,samveru og göngu.Vil bara þakka æðislega fyrir okkur

Andrea vex og dafnar sem aldrei fyrr en ég hef tekið eftir því að hún er farin að rugla saman orðum stundum og ber íslensk orð ekki alveg rétt fram  en þetta er lítið enn sem komið er en við reynum að vera dugleg að leiðrétta hana en held stundum að maður sé orðið lítið betri þar sem maður þarf að taka á honum stóra sínum hvað varðar talað mál Wink

ætli maður verði ekki að fara að skella sér í sturtu og gera sig sætan þar sem við erum að fara til Valda og Kristínar í sameiginlegt afmæliskaffi eftir sundæfingu hjá Andreu.

Þangað til næst


Eigum við að ræða þetta eitthvað ? SÆLL....

Erum búin að horfa á Næturvaktina aftur og aftur og aftur og aftur og hlæjum alltaf jafn mikið og ég tel að þetta sé eitt af besta sjónvarpsefni sem framleitt hefur verið fyrir íslenskt sjónvarp.

Hlakka ekkert smá til að sjá Dagvaktina.

Annars erum við búin að vera pínu eftir á hvað varðar áhorf á íslenskt efni og sáum við td.Mýrina núna um jólin og aftur núna um daginn og er hún besta íslenska myndin og greinilegt að íslendingar eru farnir að gera góða hluti hvað varðar þetta allt saman.

En hvað um það,erum búin að vera með Önnu Sillu,Óskar og Kolku "skæruliðann" í heimsókn hjá okkur síðustu daga og fara þau heim á mánudaginní hádeginu og þá væntanlega með yfirvikt þar sem þau eru búin að vera hjá okkur í 9 daga LoL

Ætlum að fara í "brunch" á morgun á laundremat og labba svo eitthvað um í bænum og svo elda djúpsteiktan íslenskan fisk sem er sá besti í heimi og maður saknar ekkert smá að geta ekki farið út í fiskbúð og náð í nýjan fisk,maður getur farið í fiskbúð hér líka og fengið "nýjan"fisk hér sem er eins og vikugamall fiskur á íslandi og yrði rakleiðis refafóður á Íslandinu.

Annars erum við búin að hafa það rosa gott undanfarið og gaman að geta sagt ykkur frá því að Hannes bróðir er búinn að standa sig eins og hetja í skólanum og var næst hæstur í bekknum sínum ,það er að segja í gefinni einkun en ekki hæð vegna þess að annars væri þetta sjálfsagt dvergabekkur LoL en við erum alla vegana mjög stolt af kappanum.

Jónbjörg Systir og Guðni búin að eignast myndar strák sem kallaður er Hannes Bjarnar þangað til hann fær gusuna og hin kristilegu orð.

Jolly bróðir farinn að vinna allan daginn alla daga og safnar enn dýrum.

Einn góður hér í lokin:

 

Giftur maður átti í leynilegu ástarsambandi með einkaritaranum sínum. Dag einn þegar ástríðan tók völdin ákváðu þau að fara heim til hennar þar sem þau áttu villta eftirmiðdagsstund. Eftir öll lætin voru þau orðindauðþreytt og sofnuðu. Klukkan 20:00 vöknuðu þau og þegar maðurinn byrjar að klæða sig á fullu, segir hann einkaritaranum sínum að fara með skóna hans út og nudda þeim í grasið og moldina. Furðu lostin konan skilur ekki alveg hvers vegna hann biður um þennan greiða, en hlýðir engu að síður.
Hann skellti sér svo í skóna og keyrði heim.,, Hvar hefuru eiginlega verið maður ?" spurði konan eiginmanninn þegar hann kom inn um dyrnar.,, Elskan ég get ekki logið að þér, ég á í leynilegu ástarsambandi við einkaritaran minn og við erum búin að vera á fullu í bólinu allan dag, svo sofnuðum við og ég vaknaði ekki fyrr en klukkan 8." Konunni varð litið á skónna hans og sagði:,,
Helvítis lygarinn þinn, þú ert búinn að vera að spila golf í allan dag !!!"  


Greyið Sölli litli að eiga svona pabba!!!!!!

Lífið hefur hafið sinn vanagang enn og aftur eftir mikið át og svotil enga hreyfingu sem annars var rosa gott en engu að síður var rosa gott að byrja að vinna aftur eftir áramót.

Hanna Bríet hefur verið algjör ljúfa og Andrea ekkert smá dugleg við að mamma hana til og hún á eftir að verða myndar mamma í framtíðinni,ekki spurning.

Guðrún alltaf jafn LJÚF hóst hóst og ég bara í syngjandi sveiflu.

Veðrið hjá okkur er búið að vera mjög milt og gott en nú er farið að kólna og sást í eitthvað hvítt þegar ég fór í vinnuna í gærmorgun og hélt ég bara svei mér þá að ég væri kominn til síberíu og gamli góði kuldaboli væri kominn til að ná í mig.

Það er ekkert mál að vera í kulda en að fara á fætur og kominn á hjólið kl.05:30 á morgnanna á leið í lestina í -5 gráðum þá er lífið ekkert æði.

Bítur maður ekki bara á jaxlinn,lemur sér á brjóst og segist bara vera íslenskur víkingur ?             eða er maður kannski bara íslenskur offitu sjúklingur á leið til vinnu í allt of miklum kulda?

Það er orðið svolítið síðan þetta átti sér stað en segiði svo að ég geti ekki tekið gríni þegar ráðist er svona á mann Wink  http://www.fm957.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=12843


Af nógu að taka

Jólin, tengdó í heimsókn, nýtt barn ,nýja systir mín ofl ofl.....

Þann 20.desember eignuðumst við hjónin aðra prinsessu sem hefur verið nefnd Hanna Bríet og er algjör engill eins og aðrir fjölskyldumeðlimir Halo

Við  förum svo til Íslands þann 19.mars til að heimsækja ættingja,vini og láta skíra hana Hönnu Bríeti .

Annars er bara allt gott að frétta af okkur hér og vorum við Andrea og Óli að koma inn úr dyrunum. Við fórum nefnilega í jóla tívolíið og verða settar myndir þaðan á síðuna hjá þeim systrum.

 Jólin komu með ró og frið og svona ca.3-4 kg sem sett voru beint utan á mann Wink Annars vorum við með svona blönduð Íslensk-Dönsk jól.

Borðuðum Andarbringur á aðfangadag,Fleskesteg og Hangikjöt á jóladag,Nautalund annan í jólum og tökum svo Hamborgarhrygginn á gamlárskvöld.

Jolly og Sus borðuðu með okkur á aðfangadag og tengdó eru búin að vera hjá okkur um jólin og fara 2.janúar. Jólin voru sannkölluð pakkajól og sást varla í tréð fyrir pökkum og þökkum við öllum fyrir allt sem við höfum fengið sem hitti allt í mark.

Annars held ég að það sem stendur upp úr hjá mér þessa dagana kannski fyrir utan það að eiga orðið 2.prinsessur þá sé það að vera kominn í samband við Herdísi systir mína sem orðin er 19.ára og eins og flestir vita þá er ég víst orðinn eitthvað 20 + Wink . Við ætlum að hittast þegar við förum til Íslands um páskana og hlakka ég ekkert smá til að fá loksins að hitta hana.

Ég hef staðið pínu á haus síðustu daga þannig að bloggið hefur nú kannski ekkert verið mikið en maður var líka að setja upp þráðlaust net,setja upp nýja tölvu osfrv. Ég man ekki passwordið á hotmailið mitt sem ég hef haft,það er að segja skeinitaeknir þannig að ég er kominn með nýtt msn sem er hansenfam(att)live.dk


Gleðileg jól

Jólastemmningin eins og hún gerist best

Jólaþrif

Nú er maður skriðinn fram úr og var sendur út að leyta að tösku sem Palli og Ingunn gleymdu þegar lagt var af stað í skíðafríið,þessi taska innihélt tölvu,skíðapassana,hleðslutækin ofl. þannig að skiljanlega voru þau mjög stress Smile .Ég fann töskuna þannig að allir eru glaðir og þá sérstaklega þau.

Alla vega þá eignaðist ég aðra prinsessu í gær sem lét bíða eftir sér í nokkra daga en þegar hún loksins byrjaði þá var hún ekki lengi að skjótast út.Frá því að Guðrún byrjaði að finna eitthvað og þangað til hún fæðist líða tæpir 7 og 1/2 klst.

Hún fæddist kl.12:23 var mæld 51 cm að lengd og vegur 3780 gr.

Þessi prinsessa hefur fengið nafnið Hanna Bríet en það nafn verður síðan fest á hana að kristnum sið næstkomandi páska með vatni og tilbehør.

Núna erum við Andrea bara tvö hér heima þar sem þær mæðgur þurfa að liggja sólarhring á sjúkrahúsinu áður en þeim er hleypt heim.Það var ótrúlega skrítið að skilja þær eftir í gær og fundum við Andrea bæði fyrir miklum söknuði þegar við fórum frá þeim.

Við Andrea ætlum að kúra okkur aðeins hér heima fá okkur að borða og reyna svo að þrífa eitthvað áður en við sækjum prinsessurnar.

En hvernig er þetta með mann núna eiginlega ? kominn með þrjá kvennmenn á heimilið. Þýðir þetta að maður á eftir að vinna fyrir tampax for the rest of it ?

nei bara að hugsa Smile   Annars er ég alveg í skýjunum og hlakka rosa til að fá þær heim svo við getum öll kúrað saman og haft það huggulegt hér um jólin.

Annars er ég búinn að henda inn myndum á síðuna hennar Andreu 


Jæja...............

Klukkan er 7:35 að dönskum tíma,ég sit við eldhúsborðið og það er miðvikudagurinn 20.desember.

Þar sem ég á að vera í vinnu þennan dag þýðir þetta að annað hvort sé ég veikur,latur eða að við séum loksins farin af stað niður á sjúkrahús.

Ég ætla að fara með Andreu á leikskólann og svo ætlum við að fara að reyna að nálgast þá stuttu sem ég tel reyndar löngu tímabært,hún lætur vonandi sjá sig í dag og þar sem Guðrún byrjaði að fá verki um 5 í nótt og allt að gerast þannig að hún Áslaug getur fengið að skoða gripinn áður en hún fer til Önnu,Sibba og co.

SmileSmile Verð með frekari fréttir hér væntanlega og vonandi seinnipartin  SmileSmile

 


Piparkökuhús......hummm

En pabbi !!!

Við ætluðum að gera höll núna fyrir þessi jól. Já ég veit ástin mín en núna hefur pabbi bara svo lítinn tíma,ólétta konu og svo ætlar hún Sara frænka þín að koma og þá verðum við að baka tvö hús, þannig að við skulum bara gera höllina fyrir næstu jól.

Ooo...ok þá en hún verður þá líka að vera rosa fín og risa stór!!!

Það er svona að lofa einhverju sem tekst svo ekki að græja á réttum tíma....það vex bara og verður að ROSA fín og ROSA stór Wink

Það verður bara gaman að græja þetta að ári, en annars er Andrea farin að taka framförum hvað varðar allt sem heitir föndur og gerði hún miklu meira af húsinu og hjálpaði mér miklu meira núna en fyrir ári og verður gaman að sjá hvernig þetta verður næst.Þarna er auðvitað heilt ár segja sumir og auðvitað telur það en ég held að blessuðu gleraugun hjálpi ekkert smá....hún er jú hálf blind Woundering

 Núna á maður með öllu réttu að vera farinn að sofa í hausinn á sér,sérstaklega þar sem er búið að vera geggjað að gera í vinnunni eins og oftst er hjá manni í desember og ég hlakka ekkert lítið til þegar fer að róast hjá manni.Annars eru nú reyndar bara 3.dagar eftir fram að fríi.

Annars þegar ég var að fara úr vinnunni í dag rak ég augun í pöntun fyrir morgundaginn sem er pinna og smáréttir fyrir 310 manns Whistling langar geðveikt í flensu eða bara að Guðrún fari af stað.

Held að allt sé að verða klárt og jólin geta komið mín vegna þar sem ég held að allt sé komið nema þessi árlegi hausverkur............gjöf handa elskunni minni.

Held svei mér þá að þetta sé alltaf jafn mikill höfuðverkur ár eftir ár og á væntanlega ekkert eftir að skána. 

Hérna situr maður í myrkrinu,étandi Guld korn og Guðrún situr í hinu horninu í myrkrinu einnig með smá týru frá lampa að lesa.......ég er farinn að sofa. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband