Jólin.........

Jólin að nálgast og ekki laust við að maður sé farinn að spennast lítið eitt upp þar sem við leggjum land undir fót og gott betur þar sem við ætlum að vera á Íslandinu yfir hátíðarnar.

Þar sem við verðum ekki heima er nú ýmislegt sem ekki verður eins og venjulega eins og td. enginn kökubakstur og ekkert piparkökuhús og lítið skreytt þannig að manni finnst þetta nú pínu skrítið þegar maður veit af öllum hinum á fullu að skreyta,baka og þess háttar og jólin þess vegna ekki eins nálægt mér og þau nú eru þar sem kominn er 6 des.

Annars gerðum við nú jólakonfekt í gærkveldi og það svona færir mann nú aðeins nær og svo eru jólalögin búin að vera alsráðandi hér og það gerir sitt.

Vá hvað ég hlakka til að hitta alla um hátíðarnar!!!!!!

Var nú reyndar farinn að hlakka til að hitta Önnu Sillu í gær þar sem hún átti að koma til okkar og vera hjá okkur í viku en nei nei........

Hún gleymdi bara að fara um borð í vélina sína og engin Anna Silla hér Grin

Hún ætlar samt að koma og vera með okkur næstu helgi en ætli maður hringi ekki á 1/2 tíma frest næstu helgi til að ath. hvar hún sé,hvað að gera og hvort hún muni nú eftir fluginu sínu.

Annars er allt fínt að frétta af okkur,konan í prófum,Andrea í skólanum og allt að gerast þar,Hanna hjá dagmömmunni sinni og fór með þeim í skógarferð á fimmtudaginn og skítugri og glaðari krakka hefur maður sjaldan séð,ég að vinna og julefrokost og nóg að gera.

Annars reyni ég nú að fara að bæta þetta blessaða blogg örlítið og skrifa alla vega einu sinni per.mán hahahahaha 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband