Verði ykkur að góðu Óskar minn

 

Jæja  þá ......

Orðið eitthvað síðan maður skrifaði hér síðast og greinilegt að það var fyrir jól ef marka má það sem ég hef skrifað.

Annars var mjög fínt hjá okkur um jólin en alltaf er samt gott að koma heim en set þessa uppskrift hér fyrir þá sem vilja og ætla að fara að reyna að henda inn fleiri uppskriftum við tækifæri  

Ungverskt Gúllas ala Viddinn

 

200 gr.Bacon

4-5 stk.Laukur

6-8 rif.Hvítlaukur

1400 gr.Svínakjöt í teningum (má vera hvaða vöðvi sem er)

2 msk.Paprikuduft (edelsuss)

1 ½  stöngull Sellerí

½  ltr.Bjór

3 teningar Svínakraftur

5-6 stk.Gulrætur

2 greinar Timian (má einnig vera þurkað og er þá ca.1.msk)

100 gr.Tómatpurré

¾  dltr.Sykur

1 ½ -2 ltr.Vatn

1-2 Chili (má sleppa eða nota chiliduft en bara dass)

20-25 stk.Kartöflur

4 stk.Rauð Paprika

 

Bacon skorið í bita og steikt í pottinum, svínakjötið sett út í og  brúnað og hvítlauksrifunum bætt saman við (heilum) ásamt gulrótunum(gróft skorið) ,sellerí (sneytt) laukurinn skorinn í smátt, bjórinn settur út í paprikuduftinu hrært saman við ásamt timian.

Tómatpurré, sykur og vatn sett saman við og chili bætt við og suðu hleypt upp á réttinum og látið sjóða við væga suðu í ca.1- 1 og1/2 tíma og kartöflurnar (afhýddar) og paprikan sem skorin er í strimla sett saman við og látið sjóða í ca.20-25 mín.

Salt og kannski pipar eftir smekk

Hægt að þykkja örlítið með maizena ef menn vilja.

Gott að bera þetta fram með nýbökuðu brauði eða hrísgrjónum

ATH. að rétturinn er settur saman miðað við matarboð fyrir Óskar Gísla og stórfjölskyldu sem komin er upp í 7 fullorðin og einn lítinn skæruliða J

Verði ykkur að góðu  


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Viddi... ég elska þig... takk fyrir þetta !

Óskar (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband