Kreppu uppskriftir

 

Hæ gott fólk.

Er mikið búinn að reyna og einnig með aðstoð minnar yndislegu konu að reyna að búa til tengil sem inniheldur eitthvað skemmtilegt eins og td. uppskriftir en ekkert gengur þannig að ef einhver sem er aðeins reyndari en 5 ára á tölvu getur útskyrt á mannamáli fyrir mér hvernig þetta gengur fyrir sér þá yrði ég þakklátur.

Annars datt mér í hug að setja inn nokkrar uppskriftir sem bragðast ágætlega en þurfa ekki að kosta svo mikið þar sem ég geri ráð fyrir að ólin sé farin að strekkjast hjá fleirum en bara mér,set smá hér núna og svo fleiri þegar ég get sett þetta undir einhvern tengil.það er að segja ef einhver getur aðstoðað strákinn  

 

Fínar  Bollur.

 

Hveiti  950-1000 gr.

Sykur  2 tsk.

Salt  3 tsk.

Vatn  2 ½  dltr.

Mjólk  2 ½  dltr.

Smjör eða smjörlíki  75 gr.

Pressuger  50 gr.

 

Bræðið smjörið,vatn og mjólk samn við og komið í ca 37 gráður og gerið þá sett saman við og leyst upp.

Þurrefnunum blandað saman og sett saman við mjólkurblönduna í 2-3 skömmtum og hrært í með fingrunum,þegar allt er komið saman er þetta hnoðað vel saman  og sett í skál (gott að sáldra hveiti í skálina fyrst) og rakt stykki sett yfir og skálin sett á hlýjan stað og látið hefast í ca.30 mín.

Deigið tekið og hnoðað smá en ekki mikið,mótaðar bollur og settar á pappír og látið standa með rakt stykki í aðrar 20 mín. Athugið að hægt er að píska saman egg og pensla yfir og dýfa í td.birkifræ,ost eða hvað sem menn kjósa að hafa á bollunum.Einnig er gott að breyta til og setja þá td.kúmen í deigið og er það þá sett saman við hveitiblönduna og þá er bara að slumpa eftir smekk en ég set gjarnan ca.1 bolla.

Bollurnar settar í heitann ofninn og bakaðar í ca.15 mín við 200 °C

ATH. Að þessi uppskrift gefur í kringum 20 bollur sem best er að borða strax en einnig er hægta að kæla þær og frysta.

 

 

 Grófar Bollur.

Hveiti  700 gr.

Heilhveiti  300 gr.

Sykur  2 tsk.

Salt  3 tsk.

Vatn  2 ½  dltr.

Mjólk  2 ½  dltr.

Smjör eða smjörlíki  75 gr.

Pressuger  50 gr.

 

Bræðið smjörið,vatn og mjólk samn við og komið í ca 37 gráður og gerið þá sett saman við og leyst upp.

Þurrefnunum blandað saman og sett saman við mjólkurblönduna í 2-3 skömmtum og hrært í með fingrunum,þegar allt er komið saman er þetta hnoðað vel saman  og sett í skál (gott að sáldra hveiti í skálina fyrst) og rakt stykki sett yfir og skálin sett á hlýjan stað og látið hefast í ca.30 mín.

Deigið tekið og hnoðað smá en ekki mikið,mótaðar bollur og settar á pappír og látið standa með rakt stykki í aðrar 20 mín. Athugið að hægt er að píska saman egg og pensla yfir og dýfa í td.birkifræ,ost eða hvað sem menn kjósa að hafa á bollunum.

Bollurnar settar í heitann ofninn og bakaðar í ca.15 mín við 200 °C

ATH. Að þessi uppskrift gefur í kringum 20 bollur sem best er að borða strax en einnig er hægta að kæla þær og frysta.

 

Kalkúna/kjúklinga frikadellur.

 

Kalkúna eða kjúklingahakk  500 gr.

Laukur 1.stk ef lítill en hálfur annars

Gulrætur 2-3 stk. Fer eftir stærð

Salt og pipar

Egg 1 stk. (má sleppa)

 

Laukurinn er hakkaður og gulræturnar rifnar og þetta hrært saman við kjötið.

Salt og pipar sett saman við og ca.1/2 dltr. Vatn sem gerir það auðveldara að vinna farsið.

Mótað og sett í eldfastfat sem sett er í ofn 160°C  í 20-35 mín eftir stærð.

Einnig er hægt að steikja þær á pönnu með smjöri/olíu sem gerir þær að mínu mati betri en hitt er án efa hollara.

ATH. Í þessu er auðvitað ekkert heilagt og hægt að bæta við en þetta er ágætur grunnur og gott er td. Að setja saman við þetta steinselju og hakka kannski gúrku saman við. Og einnig er hægt að setja kebabkrydd,lollorosso salat og ferskan kóríander og eru þá komnar pínu marokkodellur.

Einnig er hægt að nota einungis kalkún eða kjúkling

 

Frikadeller.

 

Hakkað kálfa og svínahakk  500 gr.

Hveiti 2 msk.

Salt 2 tsk.

½  Hakkaður laukur

Egg 2-3 stk eftir stærð

Mjólk 2 ½ dltr.

 

Allt hrært saman ásamt helming af mjólkinni og afgangurinn settur rólega saman við þangað til farsið hefur fengið passlega áferð.

Farsið mótað í góðar bollur sem steiktar eru í smjöri/olíu í ca. 5-6 mín. Á hvorri hlið.

 

 Svikinn héri (forloren hare)

Nautahakk  500 gr.

Salt  2 tsk.

Pipar ¼  tsk

Egg 1 stk.

Vatn 1 msk.

Brauðrasp  4 msk.

Bacon í sneiðum   (má sleppa)

Kjötsoð 2 dltr.

Kaffirjómi 1 dltr.  (má nota mjólk)

Rifsberjagel ca.2 tsk.

 

Kjötið,rasp,vatnsalt,pipar og egg blandað saman  og formað í aflangann klump sem settur er í eldfastfat,baconið lagt þvert á klumpinn(þétt svo hylji) og sett í forhitaðann ofn við 225°c í miðjann ofn í ca 15 mín.

Hellið Kaffirjómanum ásamt kjötsoðinu  í fatið og lækkið ofninn niður í 170°C í ca.40-45 mín. Gott er að hella soðinu yfir kjötið annað slagið meðan á steikingu stendur. Þegar steikingu er lokið er soðið sigtað og sett í lítinn pott og þykkt með sósujafnara eða það sem betra er smjörbollu. Sósan er svo smökkuð til með rifsberjagelinu.

Berið fram með soðnum kartöfflum og því sem til fellur J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snillidin ein hjá þér Viddi minn og ekki veitir af að hugsa aðeins um aurinn þegar ástandið er eins og það er í dag...en best væri náttúrulega að þú myndir bara koma og matreiða þetta ofaní mig :)

Atli Kolbeins (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband