Fastelavn

þá er það búið og klukkeblomst alveg í skýjunum með þetta allt saman og ég er ekki frá því að sú yngri verði partýljón mikið vegna þess að þegar við fórum í gær á fastelavn sem haldið var í götunni þá var hún alveg að fýla allt þetta fólk,hávaðann,og alla þessa athygli LoL

Andrea kom svo með þessa líka fínu fastelavnbollu af leikskólanum í dag með grænu kremi og marsípani inní sem var algjörlega að gera sig og hún sagði mér að þau hefðu bakað þær sjálf og ekkert smá flott hjá þeim.

Ég er að leggja hausinn í bleyti og reyna að búa til fimm rétti sem innihalda hákarl.......

jebb en samt ekki úldinn eins og við þekkjum hann á klakanum neihei held að það færi ekki niður í mannskapinn Errm 

Annars er hákarl mjög góður fiskur fyrir þá sem ekki hafa smakkað hann þá er hann einna líkastur sverðfiski og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og ég er mest hissa hvað fólkið hjá mér er duglegt að smakka þegar maður er með tilraunir.

Ég ákvað að vera með kryddþema þessa vikuna í vinnunni og ákvað að skella hákarlinum inn og prófa eitthvað nýtt með hann og aldrei að vita að maður skelli inn uppskrift eða uppskriftum þegar maður er búinn að reyna þetta á einhverjum Wink 

Við komum til  með að vera á Íslandinu yfir páskana en Gústi,Hulda og krakkarnir koma til okkar um miðjan maí og ekkert smá eftirvænting í kofanum og maður er farinn að leggja drög að því hvernig maður stjanar í kringum þau og spurning um að reyna að bæta á þau nokkrum kílóum Grin ég veit að Hulda má við því en  hummm spurning með frænda FootinMouth  bara grín hahahahahaha...... en talandi um grín þá kemur hér einn góður í lokin

Kona ein var að steikja egg handa sínum heitt elskaða eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið. Varlega varlega...! Settu meira smjör! Guð hjálpi mér...! Þú ert að steikja Of mörg egg í einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA, Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR! Eggin munu festast! Varlega... VARLEGA! Ég sagði VARLEGA! Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! Snúðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjuð! Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta eggin. Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt. NOTA SALT! S A L T.
Konan horfði á hann og sagði." Hvað er eiginlega að þér? Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?"
Eiginmaðurinn svaraði rólega ,"Mig langaði bara að leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er nú ekki dóttir þín ef hún er ekki partýljón  hef reyndar heyrt að mömmslugenin séu ekki alveg laus við þetta heldur.....

Bíð spennt eftir uppskriftum við ætlum einmitt að "reyna" endurgera austurlenska matinn á föstudaginn vantar bara 2 skvísur í salatskurðinn

Knús á þig og þínar sæti

Áslaug uppáhalds... (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:56

2 identicon

... ég er eiginlega strax farin að fá áhyggjur af of góðum mat og miklu sukki í maí.... en ég verð bara stapíl og sýni mína einskæru hófsemd  ... annars hef ég alltaf þig sem sökudólg yfir þeim aukakílóum sem hugsanlega koma... enda eru svona aukakíló aldrei mér sjálfri að kenna bara einhverjum öðrum

Annars finnst mér eiginlega ALLT of langt í maí akkúrat núna og vona að næstu mánuðir verði fljótir að líða.

Knús og kossar

Hulda pulda

Hulda kroppur (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 13:30

3 identicon

Hæ hæ pikkari

Það er ekkert smá hvað þú nennir að skrifa á bloggið hjá þér það er sko greinilegt að það er nó að gera og gerast hjá þinni fjölskyldueiningu

en það sem ég er lesblins þá er ég ekki alveg sú duglegasta að lesa heilu pisslana frá þér hehe... nei smá djók en maður reinir samt hehe..... og líka ef það er eitthvað spennandi að gerast og svo er bara líka bara nauðsinlegt að fylgjast með hvað er að gerast hjá sínum nánustu þú hefur frá svo mörgu að segja og það er líka hægi að lygja í krampa yfir því sem þú ert að bulla

en nó með það,  langaði að láta þig vita að teingillinn inn á síðuna mína er ekki virkur eða ég kemst allavega ekki inn á hana út frá þinni síðu .

Hafið það gott og kisstu og knúsaðu gullmolana þína þrjá frá mér.

Kveðja Helga og co.

Helga besta frænka (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 17:22

4 identicon

Hæ sástu myndina af strákunum hehe.........bara flottir frændur.takk takk.

Helga H frænka (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 18:32

5 identicon

ertu að grínast með brandarann... ég hló svo hátt að ég vakti sóley!! heh.

 en hákarl!!  eru baunarnir að gleypa það?

ég reindi einusinn að kjamsa á hákarli og það var bara til að geta sagst hafa gert það..  en ég spýtti honum út..  

 allt glimrandi að frétta héðan af bænum fyrir utan verðrið.  úff   þvílíkt óveður sem er búið að ganga yfir ísland undanfarið.   mikil rigning, snjórinn bráðnaði og myndaði stöðuvatn neðst í ártúnsbrekkunni svo það þurfti að loka henni.  bara brill.

see ja.

hannes (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 17:43

6 identicon

Hej sæti

Hvað er málið með þig kanntu ekki að telja lengur  ég var að lesa hjá gamlanum þínum og þú óskar honum til hamingju með hvað????

Kreist á þig

Áslaug aftur (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband