Jólaþrif

Nú er maður skriðinn fram úr og var sendur út að leyta að tösku sem Palli og Ingunn gleymdu þegar lagt var af stað í skíðafríið,þessi taska innihélt tölvu,skíðapassana,hleðslutækin ofl. þannig að skiljanlega voru þau mjög stress Smile .Ég fann töskuna þannig að allir eru glaðir og þá sérstaklega þau.

Alla vega þá eignaðist ég aðra prinsessu í gær sem lét bíða eftir sér í nokkra daga en þegar hún loksins byrjaði þá var hún ekki lengi að skjótast út.Frá því að Guðrún byrjaði að finna eitthvað og þangað til hún fæðist líða tæpir 7 og 1/2 klst.

Hún fæddist kl.12:23 var mæld 51 cm að lengd og vegur 3780 gr.

Þessi prinsessa hefur fengið nafnið Hanna Bríet en það nafn verður síðan fest á hana að kristnum sið næstkomandi páska með vatni og tilbehør.

Núna erum við Andrea bara tvö hér heima þar sem þær mæðgur þurfa að liggja sólarhring á sjúkrahúsinu áður en þeim er hleypt heim.Það var ótrúlega skrítið að skilja þær eftir í gær og fundum við Andrea bæði fyrir miklum söknuði þegar við fórum frá þeim.

Við Andrea ætlum að kúra okkur aðeins hér heima fá okkur að borða og reyna svo að þrífa eitthvað áður en við sækjum prinsessurnar.

En hvernig er þetta með mann núna eiginlega ? kominn með þrjá kvennmenn á heimilið. Þýðir þetta að maður á eftir að vinna fyrir tampax for the rest of it ?

nei bara að hugsa Smile   Annars er ég alveg í skýjunum og hlakka rosa til að fá þær heim svo við getum öll kúrað saman og haft það huggulegt hér um jólin.

Annars er ég búinn að henda inn myndum á síðuna hennar Andreu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá en fallegt nafn

Mikið er ég glöð að hún hafi fengið svona glæsilegt nafn, reyndar bjóst ég ekki við öðru hjá ykkur enda Guðrún sérstaklega mikil smekkmanneskja.... en maður veit aldrei....

Nú hlakka ég og kropparnir mínir enn meira til að koma og sjá ykkur. Knús og kossar frá okkur á Akureyri.

Hulda (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 09:26

2 identicon

Sæll frændi og enn á ný til hamingju með nýju prinsessuna... Mikið er hún falleg og vel heppnuð hjá ykkur... og get ekki betur séð en að hlutverkið sé eins og sniðið fyrir prinsessu Andreu... 

Jólaknús í kotið frá Grenaa... 

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 11:32

3 identicon

Er enn að hugsa hvað varð um mitt nafn  held að þetta sé eitthvað grín sem verður leiðrétt um páskana

Annars er ég bara spenntust að fara komast í knús eftir smá stund

Sjáumst

Áslaug uppáhalds... (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 13:31

4 identicon

Hæhæ elsku viddi minn og Guðrún til hamingju með þetta alltsaman og ekkert smá flott nafn:) vonandi gengur allt vel kiss kiss og jólaknús til ykkar bið að heilsa skvísunum þínum :=)

Gleðileg jól

Kveðja Alda besta frænka:)

Alda besta Frænka (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband