Synt í kringum jólatréð.

Ég lét mig hafa það í dag að fara á jólatrésskemmtun með Andreu í sunklúbbnum hennar og þar syntum við í kringum jólatréð og sungum jólalög og fórum svo að leika í lauginni eftir þessi herlegheit og auðvitað var boðið upp á eplaskífur og góðgæti þegar maður kom upp úr.

Laugarnar hér í Danmörku eru svo kaldar að maður þarf hreinlega að láta eins og vitleysingur  til að lifa vistina af en það er víst engum vankvæðum bundið hér á bæ þar sem maður er nú vanur að haga sér eins og slíkur LoL.

Við ætluðum að baka Piparkökuhúsið okkar í dag en ég er að prófa nýja uppskrift sem þarf að bíða alla vega þar til á morgun eða þriðjudag og þá ætlar hún Sara að koma til okkar og hjálpa Andreu að skreyta húsið. 

Konan ennþá ólétt og skapstirð.......ég meina hummmm já ótrúlega ljúf en þetta fer nú vonandi að koma þar sem maður hefur ekki undan við að svara símanum og smsum hvort eitthvað sé að gerast.

Núna eru Jólasveinarnir á fullu við að fylgjast með börnunum hvort þau skulu fá kartöflur eða eitthvert góðgæti í skóinn og ég hreint út sagt elska þennan árstíma og er mikið að spá hvað sé hægt að koma með í framhaldinu þar sem Andrea er við það að breytast í Engil þessa dagana og ekkert þarf að ahfa fyrir henni þar sem jólasveinarnir sjá og heyra allt sem hún segir eða gerir Grin.

Annars er búið að "fjölga" í fjölskyldunni minni og gerðist það í kvöld þegar samband komst á með mér og systir minni sem ég hef aldrei séð eða talað við.

Þetta er ekkert smá skrítið en jafnt ótrúlega skemmtilegt og ég hlakka ekkert smá til að kynnast henni betur..........þetta er samt svo ótrúlega skrítið að maður er ekki alveg búinn að meðtaka þetta ennþá en ég hef nú líka þá tendesa að vera smá tregur Wink


Slagsmál....hummm?????

Haldiði ekki að þegar maður er kominn á gamals aldur, rétt að verða 2 barna faðir, hættur að drekka í yfir áratug, og að reyna að komast heim eftir vinnu já þá kemur einhver í frekar annarlegu ástandi og tekur eitt vel valið á milli herðablaðanna á mér og bablar svo eitthvað og ætlaði svo að halda áfram og klára pakkann.

Já þó svo að maður sé nú að reyna að vera fyrirmyndar skattgreiðandi og nýtur þjóðfélagsþegn þá lættur maður ekki bjóða sér hvað sem er endalaust,þannig að þegar ég var búinn að ýta honum nokkru sinnum frá mér og alltaf kom hann aftur þá tók ég þá akvörðun að taka hann bara úr leik og skildi við hann með brotið nef og hálf vankaðann í höndum varðanna á hovebanen fór ég um borð í lestina mína og hélt heim á leið.

Maður er enn að spyrja sig, af hverju ég????

Hefði skilið þetta fyrir einhverjum árum þegar maður var í þessum pakka sjálfur en núna váááá

er enn jafn hissa og þegar höggið dundi á mér.

Sit núna heima hjá Valda og co. þar sem við vorum í Laufarbrauðsbakstri og að baka piparkökur sem við máluðum svo.

Erum að bíða eftir að geta sótt pizzurnar okkar niður í pizzeriu svo að maður geti nært sig eftir allt púlið Wink.

Ætli maður taki ekki svo piparkökuhúsið svo á morgun ef maður er í stuði eða þá næstu helgi.

Jólakveðjur   


hvar er Valli ?

Það er búið að vera nóg að gera síðan ég drattaðist til að skrifa síðast og einhverjir eru duglegir að skamma strákinn fyrir leti og ég skil ekkert í því FootinMouth .

Annars komu tengdó og Guðrún og Kristján komu með og svo hittum við Rúnar og Mæju líka,þannig að  það var mikið spjallað og étið sem fylgir alltaf þegar gestir koma þá má ég elda eitthvað gott Wink.

Óli átti afmæli á föstudaginn og við fengum okkur Fleskesteg med tilbehør og svo fengum við þessa líka góðu köku sem Guðrún snaraði fram og svo segist hún ekki geta bakað GetLost held að einhver sé að reyna að sleppa við eldhúsjobbin vegna þess að hún getur þetta greinilega ef hún vill.

Við ætluðum að fara í Jólatívolí þessa helgi en það var geðveik dagskrá hjá öllum, aðallega samt bara að reyna að sjoppa sem mest á sem skemmstum tíma.

Þetta var voða gott og við héldum okkar striki samt þrátt fyrir gestagang og Andrea fór í sundið sitt,ég slakað á og Guðrún gerði eitthvað ???

Það er allavega búið að snúa kvikindinu og nú þarf bara að senda stelpuna út að skokka svo eitthvað fari að gerast, ég er orðinn mjög spenntur að fá að vakna á næturnar öðruvísi en að þurfa bara að glíma við blöðruhálskirtilsvandamál Shocking.

Hugsa sér að maður skuli hlakka til að skipta á kúkableyjum,þrífa ælu,ganga um gólf um nætur osfrv.

Nú er bara að drífa sig í að þjáfla Andreu svo maður geti slakað á og hoft á sjónvarpið og sofið um nætur,hún hefur svo gaman af börnum þessi elska Wink annars held ég að maður þurfi einna helst að passa að hún mammi ekki þessa elsku í drasl.

Svo mæli ég bara með því að allir setji bara jólalögin í geislann og komi sér í rétta gírinn þar sem jólin eru rétt handan við hornið og um næstu helgi verðum við í laufarbrauðsbakstri og svo kemur piparkökuhúsið í beinu framhaldi af því þannig að við erum sko komin í jólagírinn

 

Adios 


Enn á lífi og bíð eftir mörgu td.Tengdó,barni og jólunum

Það styttist óðum í heimsókn tengdó hingað til okkar og taka þau Guðrúnu systir Hólmfríðar og manninn hennar hann Kristján með sér og gista þau líka hér hjá okkur og sú stutta er orðin yfir sig spennt.

Guðrún fór í mæðraskoðun í dag og svo í sónar þar sem lósmóðirin gat ekki fundið að sú stutta væri búin að snúa sér og kom svo líka bara í ljós að hún sat bara þarna og hafði það næs,og er FEIT Cool

Guðrún fer svo á morgun og þá ætla þeir að reyna að snúa kvikindinu á hvolf (hver vill hanga á hvolfi) FootinMouth Vonandi fer hún bara af stað og kemur ömmu og afa á óvart í heimsókninni þeirra .

Annars á Óli tengdó afmæli á föstudaginn og þá ætlum við að reyna að borða öll saman og fá Valda og Kristínu og co. líka en Rúnar og Mæja verða víst í Svíþjóð og komast ekki í afmælið hjá Óla.

Annars er það bara í fréttum að Gústi og Hulda tóku það til bragðs að selja fína bílinn sinn svo þau eigi fyrir ferð til okkar eftir áramót Wink Veit samt að þau eru að fara til Reykjavíkur bráðum og vonandi eyða þau ekki of miklu þar.

Ég er kominn í smá jólastemmara og við erum farin að hlusta á jólalög hér á bæ og svo ætla ég að henda upp einhverjum seríum um helgina sem verður svona til að láta jólin kikka inn fyrir alvöru og svo er það nú " rosinen i pølseenden " haldiði ekki bara að maður verði í jólafríi frá 22 des til 2 jan.

JÍÍHAAaaaaa  W00t

Elska þetta líf hér í kongens københavn.

Þangað til næst sem verður styttra en síðast LOFA 


Stingandi Íkorna öskur jííhaaa

Ætli maður verði ekki að reyna að koma einhverju frá sér,það líður alltaf einhver "smá"  tími á milli færslna hér hjá mér.

Jólin eru farin að láta á sér kræla hér í køben,sem er bara fínt.

Fórum í bæinn á föstudaginn og fylgdumst með Coca-cola lestinni,sáum Juleman og kelluna hans og tókum lagið með þeim á dönsku auðvitað,svo var kveikt á öllu ljósafarganinu niðri við

Kongens Nytorv og fyrir ykkur sem viljið komast í jólastemmara henti Guðrún myndum af þessu ævintýri inn á síðuna hjá heimasætunni og hvað haldiði..........jebb

Það sést eitthvað í bumbuna á konunni minni þar einnig Wink veit að frænka mín verður ekkert smá glöð með það.

Annars er bara rólegt hérna hjá okkur,orðið skítkalt sérstaklega á morgnanna þegar maður hjólar út á lestarstöð.  HEY vitiði hvað heyrist þegar maður hjólar yfir skott á íkorna ?

Ég veit það en það er frekar erfitt að lýsa þessu óhljóði,sérstaklega þar sem mér brá svo agalega og átti erfitt með að greina mitt öskur frá íkornanum.

Ég var að hjóla einn morguninn út á lestarstöð kl.05:30 nývaknaður og rétt að komast í æfingu með að hjóla aftur þar sem maður hefur ekkert verið neitt að nota hjólhestinn á Íslandi þ.e.a.s síðan maður var í kringum 13 ára og síðan eru liðin Woundering einhver ár.

Allavega þar sem ég var að hjóla með hálfopin augun,kom þetta líka ógurlega ískur og íkorninn hentist af stað inn í runna,væntanlega að drepast í skottinu, þar sem maður á ólétta konu og ég auðvitað tek þátt í þessu öllu saman og með bumbu líka,engin léttavara og svo brá honum væntanlega jafn mikið og mér þar sem ég hentist til hliðar og næstum dottinn og svo yfir á hina hliðina og næstum dottinn og svo aftur og aftur þangað til jafnvægi náðist aftur,svei mér þá ef maður hefur ekki litið út eins og einhver sem hefur stolið sér hjóli á leið heim úr jólaglöggi.

Þarna vaknaði maður sko vel og get ég mælt með þessu fyrir alla þá sem eiga erfitt með að vakna á morgnanna,bara hjóla yfir einn íkorna eða svo.

Hannes bróðir var að kaupa fyrir mig Shrek 3 og fæ ég hana næsta föstudag Grin ekkert búið að bíða neitt smá eftir þessari.Vantaði hana á Íslensku þar sem maður vill skilja allt saman og auðvitað fyrir Andreu líka.

Ætli maður láti ekki staðar numið að sinni þar sem maður þarf víst að fara í skólann.

Adios 


Smá heimsóknarrispa

Jæja þá eru þau farin og eru núna úti á velli að bíða eftir flugi þessar elskur.

Það var nú frekar gaman að hitttast svona öll í einu án þess að vera að jarða einhvern sem er að mig minnir síðasta skiptið sem við hittumst öll saman komin síðast þegar við vorum við jarðarför Togga frænda sem er alltaf saknað jafn mikið.

Annars var þetta voða notalegt,tókum liðið allt í gistingu, á föstudag eftir vinnu rölti ég mér yfir á Hovebanen og tók á móti Andreu og Guðrúnu,þar röltum við okkur niður á hótel til pabba og Hannesar þar sem við náðum í þá og tókum svo lestina heim og tókum á móti Jolly og Sus.

Sóley hans Hannesar var með í för og einnig hún Hildur sem er "vinkona" pabba

Ótrúlegt hvernig þetta er,það er að segja þegar menn eru í kringum 10-14 ca þá eru stelpurnar bara "vinkonur" verða kærustur en eftir ákveðið aldursskeið verða þær svo "vinkonur" aftur LoL

Andrea lét það nú ekki slá sig út af laginu og sagði bara að þetta væri sko kærastan hans afa á Akureyri.

Annars á sú stutta orðið danskann kærasta sem heitir Nicolai og er með blá augu.

Fórum í dag og löbbuðum strikið eða Stroget eins og það heitir á máli innfæddra,fórum niður að Amelíuborg sem er fyrir þá sem ekki vita höllin sem er niðri við Nyhavn og skoðuðum verðina með stóru hattana,þaðan fórum við yfir Bredgade og yfir í kirkjuna sem stendur þar sem ég bara man ekki hvað heitir og vorum svo heppin að þar var 40.manna kór að æfa fyrir tónleika sem voru seinna í dag og það var vægast sagt flott.

Jolly,Sus og við fórum svo með lestinni heim og fengum okkur kvöldmat áður en þau lögðu af stað heim.

Þetta er svona það sem er helst að frétta þessa dagana

 

Fróðleiksmoli dagsinns:Rollur (lömb,hrútar og ær)á íslandi eru að meðaltali 1,8 á hverja manneskju 


Vá hvað maður getur tínst.......

Þetta net er alveg að stúta mér annars slagið.Þá sérstaklega youtube,sem er bæ ðe vei einn flottasti vefur sem ég hef brúkað.

Þetta hérna verðiði að skoða  " HUMANBEATBOX  "    

Þetta er gæi sem heitir Kaleb simmons og er "human beatbox"

ef þið klikkið svo á fleiri og fleiri og fleiri þá er þetta geggjað en getur stolið smá tíma LoL

Má annars ekkert vera að því að liggja svona á netinu þar sem ég á að vera að læra

hej så længe 

 

PS.þið verðið að kíkja líka á þann franska  


smá blogg


Ég er kominn með fasta vinnu þar sem ég hef tekið þá ákvörðun að ráða mig til ISS og starfa í eldhúsi TDC höfuðstöðvunum sem staðsettar eru down town nánar tiltekið á Norrebrö.

Þetta þýðir að ég kem til með að vita hvar ég verð,hvenær,hvaða innkoma er væntanleg og auk þess safna ég frá og með þriðjudeginum öllum réttindum einnig svo ss.lífeyri,fríi og þessháttar.

Annars er búið að vera nóg að gera núna undanfarið.

Anna Silla,Óskar og litli Laden komu síðastliðinn miðvikudag og fóru með hádegisvélinni núna áðan og verður þeirra sárt saknað,sérstaklega litla skæruliðanns.

Við fórum ekkert í IKEA meðan þau voru hér og tel ég möguleika á að við getum farið í IKEA næst þegar þau koma án þess að fá útbrot og flutt burt í væntumþykjutreyjum með froðu út á kinnar.

Við fórum hinsvegar út að borða á japanskan stað sem er við Tívolíið og heitir Wagamama og get ég mælt með honum við alla sem finnst austurlenskur matur góður,vilja góða þjónustu,sanngjarnt verð, og síðast en ekki síst er staðurinn barnvænn Smile

Síðan fyrir þá sem ekki hafa farið í brunch á Laundromat kaffe en eru kannski á leiðinni hingað þá er þetta málið.Þeir voru valdir á aok.dk með besta brunchinn og er það engin lýgi.

Síðan var grillað,étið og borðað,snætt og legið á meltunni og ég er enn saddur og verð að öllum líkindum fram til 17.desembers.

Þetta er búinn að vera góður tími og svo má nú ekki gleyma því að pabbi,jolly,Hannes og frúr koma til okkar næstkomandi föstudag og verður mikið húllum hæ.

Annar fyrir þá sem eru alltaf að spyrja hvað okkur vanti og hvað Andreu langi í jólagjöf þá ætlum við að setja það inn á næstu dögum á síðuna hennar,en ekki fá sjokk þar sem ég er MJÖG dýr í rekstri og slæ ekkert af Halo

Annar gengur nú lífið sinn vanagang hér hjá okkur,vinna ,borða ,sofa ,skíta

Hilsen 


Mikil leti

Jábbs það er búið að vera einhver leti að angra mann þessa dagana,það er að segja gagnvart tölvudruslunni,hef ekki nennt að vera að tölvast eitthvað.

Það sem er helst að frétta er að pabbi gamli er kominn með blogg hahaha.

þetta finnst mér tær snilld og gaman en samt um leið eitthvað svo skrítið en samt ekki GetLost veit ekki alveg hvert ég er að fara með þessu nöldri en kallinn allavega orðinn bloggari og óska ég honum til hamingju með það og fyrir þá sem vilja kíkja  á hvað brýst um í hausnum á honum þá er síðan hans hér til hliðar.

Tíminn kominn í vetrarbúninginn sinn sem þýðir að þá er einungis 1.klst á milli Danmerkur og Íslands 

Þetta var voða næs að græða einn auka tíma í svefn síðastliðna nótt Sleeping

Annars finnst mér þetta ekkert smá sniðugt og eðlilegast fyndist mér að taka upp þessa tímabreytingu á Íslandi þ.e.a.s sumar og vetrartíma.

Fyrir þá sem ekki þekkja til sektarkerfisins hér í DK þá er ráðlegast að taka bara lestina og ef það er ekki gert mæli ég með því að lesa vandlega öll skilti sem þú sérð í nokkurra hundraða metra radíus.

Við tókum okkur til í dag og keyrðum down town,nánar tiltekið á DGI Byens sem er hótel sem staðsett er niðri við hovebanen og ekki alveg besti staðurinn til að finna stæði,sérstaklega ekki á Sunnudegi.

Fundum loksinns stæði sem var í viðunandi fjarlægð og lögðum bílnum við hliðina á svona P-miðamaskínu sem á stóð að frítt væri í stæðin á sunnudögum.

Fórum í sund og var þetta hin besta laug og nánar tiltekið mæli ég eindregið með þessari laug við þá sem vilja komast í sund í Köben.

Þegar við hins vegar komum út var einhver miðadrusla á rúðunni og viti menn,jebbs HELVÍTIS sekt Angry og ekkert nein svona eins og maður er vanur á klakanum,nei þessi var upp á 510.kr danskar og fyrir þá sem eiga erfitt með að reikna þá eru þetta ca.6000.kr íslenskar takk fyrir það.

Ástæðan var semsagt sú að allir bílarnir sem fyrir voru á staðnum og við semsagt þegar við vorum búin að leggja lögðum í stæði sem ætluð eru rútum og þegar við keyrðum burt var sekt á öllum bílum sem voru ófáir og örugglega hægt að halda uppi velferðarkerfinu hér í Köben einhverja daga með þessari innkomu. 

Mæli með lestinni sem fararskjóta.

Annars er minns farinn að brúka lestina í vinnuna og hjóla hálf sofandi út á stöð á morgnanna sem er örugglega eins og að sjá dauðadrukkinn róna sem stolið hefur hjóli einhvers staðar.

Fór á Laugardaginn með Andreu á sundnámskeiðið og ekkert smá hvað krakkar eru fljótir að læra allan andskotann,annað en ég gamli hundurinn sem ætla að fara að reyna að hætta að blóta.

Ok við skulum halda okkur á jörðinni og hafa þetta minnka blótið Wink

Annars segja allir danir sem ég ég hef unnið með og hafa unnið áður með Ílsendingum að ég blóti ekkert á við hina sem ég tel mikið complement.

Á Miðvikudaginn kemur svo litli skæruliðinn minn í heimsókn með mömmu sinni og pabbaog verða fram á Sunnudag og bröllum við eitthvað skemmtilegt með þeim þar sem við eyddum megninu af tímanum síðast þegar þau voru hér í IKEA og hér heima við að koma okkur fyrir.

Okkur hlakkar ekkert smá mikið til að fá þau í heimsókn og svo styttist líka í pabba,Hannes,Sóley,Jolly og Sus

 


VIVA LA FERRARI,VIVA LA FERRARI ,VIVA LA FERRARI

Eftir eitt mest spennandi tímabil í sögu F1 þá erumínir menn komnir með báðar dollurnar eftir vægast sagt geggjaðann kappakstur þar sem maður lá á gólfinu að reyna að ná andanum af spennu.

Fleira var það ekki í bili gott fólk. Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband