Synt í kringum jólatréð.

Ég lét mig hafa það í dag að fara á jólatrésskemmtun með Andreu í sunklúbbnum hennar og þar syntum við í kringum jólatréð og sungum jólalög og fórum svo að leika í lauginni eftir þessi herlegheit og auðvitað var boðið upp á eplaskífur og góðgæti þegar maður kom upp úr.

Laugarnar hér í Danmörku eru svo kaldar að maður þarf hreinlega að láta eins og vitleysingur  til að lifa vistina af en það er víst engum vankvæðum bundið hér á bæ þar sem maður er nú vanur að haga sér eins og slíkur LoL.

Við ætluðum að baka Piparkökuhúsið okkar í dag en ég er að prófa nýja uppskrift sem þarf að bíða alla vega þar til á morgun eða þriðjudag og þá ætlar hún Sara að koma til okkar og hjálpa Andreu að skreyta húsið. 

Konan ennþá ólétt og skapstirð.......ég meina hummmm já ótrúlega ljúf en þetta fer nú vonandi að koma þar sem maður hefur ekki undan við að svara símanum og smsum hvort eitthvað sé að gerast.

Núna eru Jólasveinarnir á fullu við að fylgjast með börnunum hvort þau skulu fá kartöflur eða eitthvert góðgæti í skóinn og ég hreint út sagt elska þennan árstíma og er mikið að spá hvað sé hægt að koma með í framhaldinu þar sem Andrea er við það að breytast í Engil þessa dagana og ekkert þarf að ahfa fyrir henni þar sem jólasveinarnir sjá og heyra allt sem hún segir eða gerir Grin.

Annars er búið að "fjölga" í fjölskyldunni minni og gerðist það í kvöld þegar samband komst á með mér og systir minni sem ég hef aldrei séð eða talað við.

Þetta er ekkert smá skrítið en jafnt ótrúlega skemmtilegt og ég hlakka ekkert smá til að kynnast henni betur..........þetta er samt svo ótrúlega skrítið að maður er ekki alveg búinn að meðtaka þetta ennþá en ég hef nú líka þá tendesa að vera smá tregur Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

humm hvað auka systir átt þú ???????? og hvar á landinu býr hún????

 Kv Alda bestust :)

Alda besta Frænka (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 22:25

2 identicon

Haha... Tóm gleði að lesa bloggið þitt frændi og til hamingju með alla þessa hamingju... Mamma biður líka fyrir kveðju en ég er að heimsækja familíuna í Dk... Hvern hefði grunað að mar yrði hæfur fyrir svoleiðis dásemdir... 

Knúskveðja Sigurrós frænka... 

Sigurrós Yrja (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 16:35

3 identicon

Fyndið hvað heimurinn er lítill... Ég kynntist Sigurrósu, sem er greinilega frænka þín, núna í vetur. Þegar ég hugsa um það þá eru þið meira að segja bara pínu lík, ákveðin og flott ;)

Svo fer nú vonandi að styttast í heimsókn til ykkar. Gangi ykkur allt í haginn og ég biðst fyrirfam velvirðingar á því ef jólapakkarnir koma ekki í tæka tíð.... ég er búin að vera frekar mikið utan við mig í þessum sendingum öllum saman :/

Hilsen Hulda og kropparnir

Hulda (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 16:43

4 identicon

Vá í alvöru.... geðveikt þetta þarf ég að fá beint í æð og það bráðum :)

Hlakka ekkert smá til að komast í knús en vil fá að hitta þessa frænkumús mína líka þannig að farðu að poppa henni heiminn

Sakna þín í klessu og skil ekkert í því :o

Áslaug uppáhalds... (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband