Mikil leti

Jábbs það er búið að vera einhver leti að angra mann þessa dagana,það er að segja gagnvart tölvudruslunni,hef ekki nennt að vera að tölvast eitthvað.

Það sem er helst að frétta er að pabbi gamli er kominn með blogg hahaha.

þetta finnst mér tær snilld og gaman en samt um leið eitthvað svo skrítið en samt ekki GetLost veit ekki alveg hvert ég er að fara með þessu nöldri en kallinn allavega orðinn bloggari og óska ég honum til hamingju með það og fyrir þá sem vilja kíkja  á hvað brýst um í hausnum á honum þá er síðan hans hér til hliðar.

Tíminn kominn í vetrarbúninginn sinn sem þýðir að þá er einungis 1.klst á milli Danmerkur og Íslands 

Þetta var voða næs að græða einn auka tíma í svefn síðastliðna nótt Sleeping

Annars finnst mér þetta ekkert smá sniðugt og eðlilegast fyndist mér að taka upp þessa tímabreytingu á Íslandi þ.e.a.s sumar og vetrartíma.

Fyrir þá sem ekki þekkja til sektarkerfisins hér í DK þá er ráðlegast að taka bara lestina og ef það er ekki gert mæli ég með því að lesa vandlega öll skilti sem þú sérð í nokkurra hundraða metra radíus.

Við tókum okkur til í dag og keyrðum down town,nánar tiltekið á DGI Byens sem er hótel sem staðsett er niðri við hovebanen og ekki alveg besti staðurinn til að finna stæði,sérstaklega ekki á Sunnudegi.

Fundum loksinns stæði sem var í viðunandi fjarlægð og lögðum bílnum við hliðina á svona P-miðamaskínu sem á stóð að frítt væri í stæðin á sunnudögum.

Fórum í sund og var þetta hin besta laug og nánar tiltekið mæli ég eindregið með þessari laug við þá sem vilja komast í sund í Köben.

Þegar við hins vegar komum út var einhver miðadrusla á rúðunni og viti menn,jebbs HELVÍTIS sekt Angry og ekkert nein svona eins og maður er vanur á klakanum,nei þessi var upp á 510.kr danskar og fyrir þá sem eiga erfitt með að reikna þá eru þetta ca.6000.kr íslenskar takk fyrir það.

Ástæðan var semsagt sú að allir bílarnir sem fyrir voru á staðnum og við semsagt þegar við vorum búin að leggja lögðum í stæði sem ætluð eru rútum og þegar við keyrðum burt var sekt á öllum bílum sem voru ófáir og örugglega hægt að halda uppi velferðarkerfinu hér í Köben einhverja daga með þessari innkomu. 

Mæli með lestinni sem fararskjóta.

Annars er minns farinn að brúka lestina í vinnuna og hjóla hálf sofandi út á stöð á morgnanna sem er örugglega eins og að sjá dauðadrukkinn róna sem stolið hefur hjóli einhvers staðar.

Fór á Laugardaginn með Andreu á sundnámskeiðið og ekkert smá hvað krakkar eru fljótir að læra allan andskotann,annað en ég gamli hundurinn sem ætla að fara að reyna að hætta að blóta.

Ok við skulum halda okkur á jörðinni og hafa þetta minnka blótið Wink

Annars segja allir danir sem ég ég hef unnið með og hafa unnið áður með Ílsendingum að ég blóti ekkert á við hina sem ég tel mikið complement.

Á Miðvikudaginn kemur svo litli skæruliðinn minn í heimsókn með mömmu sinni og pabbaog verða fram á Sunnudag og bröllum við eitthvað skemmtilegt með þeim þar sem við eyddum megninu af tímanum síðast þegar þau voru hér í IKEA og hér heima við að koma okkur fyrir.

Okkur hlakkar ekkert smá mikið til að fá þau í heimsókn og svo styttist líka í pabba,Hannes,Sóley,Jolly og Sus

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var alveg óþarfi Viddi, að vera að minna á IKEA .. nú verð ég í sturtunni að skrúbba mig....

Djöfull vorum við annars öflug öll.... piff.... einn svona flutningur milli landa ekkert mál sko...

Óskar IKEAmaster...

Óskar (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 12:34

2 identicon

Það var mikið..... en biðarinnar virði bara mjög skemmtileg lesning hjá þér sæti minn :)

Öfunda þig ekkert smá að fá svona skemmtilega heimsókn en vona svo innilega að Ikea verði ekki fyrir valinu í þessari ferð hahaha held að öryggisliðið þyrftu þá að henda einum skara út......

Finnst pabbi þinn flottur að skella sér á netið enda afar algjört must á þessum vefmiðli, vissir þú að Hilmar er með þrusu síðu líka??

Hahaha en vissirðu af "myndatökunni" hennar Önnu?? hef reyndar ekki heyrt ennþá hvað hún "kostaði"

Knúsaðu allar skvísurnar þínar frá mér,

Kveðja úr jólasnjókomunni í Reykjavík

Áslaug uppáhalds... (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 19:58

3 identicon

Hvernig hafa gestirnir það??

Hvar ertu??

Má HS gista hjá ykkur hálfa nótt??

Áslaug uppáhalds... (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband