8.12.2007 | 17:54
Slagsmál....hummm?????
Haldiði ekki að þegar maður er kominn á gamals aldur, rétt að verða 2 barna faðir, hættur að drekka í yfir áratug, og að reyna að komast heim eftir vinnu já þá kemur einhver í frekar annarlegu ástandi og tekur eitt vel valið á milli herðablaðanna á mér og bablar svo eitthvað og ætlaði svo að halda áfram og klára pakkann.
Já þó svo að maður sé nú að reyna að vera fyrirmyndar skattgreiðandi og nýtur þjóðfélagsþegn þá lættur maður ekki bjóða sér hvað sem er endalaust,þannig að þegar ég var búinn að ýta honum nokkru sinnum frá mér og alltaf kom hann aftur þá tók ég þá akvörðun að taka hann bara úr leik og skildi við hann með brotið nef og hálf vankaðann í höndum varðanna á hovebanen fór ég um borð í lestina mína og hélt heim á leið.
Maður er enn að spyrja sig, af hverju ég????
Hefði skilið þetta fyrir einhverjum árum þegar maður var í þessum pakka sjálfur en núna váááá
er enn jafn hissa og þegar höggið dundi á mér.
Sit núna heima hjá Valda og co. þar sem við vorum í Laufarbrauðsbakstri og að baka piparkökur sem við máluðum svo.
Erum að bíða eftir að geta sótt pizzurnar okkar niður í pizzeriu svo að maður geti nært sig eftir allt púlið .
Ætli maður taki ekki svo piparkökuhúsið svo á morgun ef maður er í stuði eða þá næstu helgi.
Jólakveðjur
Athugasemdir
Ertu ekki að djóka...... jahérna og það í jólamánuðinum
Ég sem hélt að þið væruð upp á spítala að koma frænku minni í heiminn, fékk alveg gæsahúð af spennu þegar ég hringdi í dag og enginn svaraði hahaha þarf ekki mikið til að gleðja mann núna bara sleppa að svara símanum og þá fer maður á hliðina af spenning
Vona að piparkökur og laufabrauð smakkist vel en farðu að koma Áslaugu litlu í heiminn og hættu að berja danina....
Áslaug uppáhalds... (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 20:18
Nei viddi minn maður lætur ekki bjóða sér svona vitleisu rétt hjá þér:) að taka í lurgin á þessum vitleising:)
en vonandi fer litla frænka að láta sjá sig hlakka til að sjá myndir af henni :) kiss kiss og knús kveðja Alda bomba :)
Alda besta frænka:) (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:17
Ofstopamaður !!!! Ofstopamaður segi ég og skrifa ! Þessi vesalingur var sennilega bara að reyna að spyrja þig hvað klukkan væri.... þú náttl. löngu búinn með nicotíntyggjóið ..... og lemur þennan ræfil ! Læra dönsku Viddi.... læra dönsku ! *rolf*
Óskar (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.