Verði ykkur að góðu Óskar minn

 

Jæja  þá ......

Orðið eitthvað síðan maður skrifaði hér síðast og greinilegt að það var fyrir jól ef marka má það sem ég hef skrifað.

Annars var mjög fínt hjá okkur um jólin en alltaf er samt gott að koma heim en set þessa uppskrift hér fyrir þá sem vilja og ætla að fara að reyna að henda inn fleiri uppskriftum við tækifæri  

Ungverskt Gúllas ala Viddinn

 

200 gr.Bacon

4-5 stk.Laukur

6-8 rif.Hvítlaukur

1400 gr.Svínakjöt í teningum (má vera hvaða vöðvi sem er)

2 msk.Paprikuduft (edelsuss)

1 ½  stöngull Sellerí

½  ltr.Bjór

3 teningar Svínakraftur

5-6 stk.Gulrætur

2 greinar Timian (má einnig vera þurkað og er þá ca.1.msk)

100 gr.Tómatpurré

¾  dltr.Sykur

1 ½ -2 ltr.Vatn

1-2 Chili (má sleppa eða nota chiliduft en bara dass)

20-25 stk.Kartöflur

4 stk.Rauð Paprika

 

Bacon skorið í bita og steikt í pottinum, svínakjötið sett út í og  brúnað og hvítlauksrifunum bætt saman við (heilum) ásamt gulrótunum(gróft skorið) ,sellerí (sneytt) laukurinn skorinn í smátt, bjórinn settur út í paprikuduftinu hrært saman við ásamt timian.

Tómatpurré, sykur og vatn sett saman við og chili bætt við og suðu hleypt upp á réttinum og látið sjóða við væga suðu í ca.1- 1 og1/2 tíma og kartöflurnar (afhýddar) og paprikan sem skorin er í strimla sett saman við og látið sjóða í ca.20-25 mín.

Salt og kannski pipar eftir smekk

Hægt að þykkja örlítið með maizena ef menn vilja.

Gott að bera þetta fram með nýbökuðu brauði eða hrísgrjónum

ATH. að rétturinn er settur saman miðað við matarboð fyrir Óskar Gísla og stórfjölskyldu sem komin er upp í 7 fullorðin og einn lítinn skæruliða J

Verði ykkur að góðu  


Jólin.........

Jólin að nálgast og ekki laust við að maður sé farinn að spennast lítið eitt upp þar sem við leggjum land undir fót og gott betur þar sem við ætlum að vera á Íslandinu yfir hátíðarnar.

Þar sem við verðum ekki heima er nú ýmislegt sem ekki verður eins og venjulega eins og td. enginn kökubakstur og ekkert piparkökuhús og lítið skreytt þannig að manni finnst þetta nú pínu skrítið þegar maður veit af öllum hinum á fullu að skreyta,baka og þess háttar og jólin þess vegna ekki eins nálægt mér og þau nú eru þar sem kominn er 6 des.

Annars gerðum við nú jólakonfekt í gærkveldi og það svona færir mann nú aðeins nær og svo eru jólalögin búin að vera alsráðandi hér og það gerir sitt.

Vá hvað ég hlakka til að hitta alla um hátíðarnar!!!!!!

Var nú reyndar farinn að hlakka til að hitta Önnu Sillu í gær þar sem hún átti að koma til okkar og vera hjá okkur í viku en nei nei........

Hún gleymdi bara að fara um borð í vélina sína og engin Anna Silla hér Grin

Hún ætlar samt að koma og vera með okkur næstu helgi en ætli maður hringi ekki á 1/2 tíma frest næstu helgi til að ath. hvar hún sé,hvað að gera og hvort hún muni nú eftir fluginu sínu.

Annars er allt fínt að frétta af okkur,konan í prófum,Andrea í skólanum og allt að gerast þar,Hanna hjá dagmömmunni sinni og fór með þeim í skógarferð á fimmtudaginn og skítugri og glaðari krakka hefur maður sjaldan séð,ég að vinna og julefrokost og nóg að gera.

Annars reyni ég nú að fara að bæta þetta blessaða blogg örlítið og skrifa alla vega einu sinni per.mán hahahahaha 


Kreppu uppskriftir

 

Hæ gott fólk.

Er mikið búinn að reyna og einnig með aðstoð minnar yndislegu konu að reyna að búa til tengil sem inniheldur eitthvað skemmtilegt eins og td. uppskriftir en ekkert gengur þannig að ef einhver sem er aðeins reyndari en 5 ára á tölvu getur útskyrt á mannamáli fyrir mér hvernig þetta gengur fyrir sér þá yrði ég þakklátur.

Annars datt mér í hug að setja inn nokkrar uppskriftir sem bragðast ágætlega en þurfa ekki að kosta svo mikið þar sem ég geri ráð fyrir að ólin sé farin að strekkjast hjá fleirum en bara mér,set smá hér núna og svo fleiri þegar ég get sett þetta undir einhvern tengil.það er að segja ef einhver getur aðstoðað strákinn  

 

Fínar  Bollur.

 

Hveiti  950-1000 gr.

Sykur  2 tsk.

Salt  3 tsk.

Vatn  2 ½  dltr.

Mjólk  2 ½  dltr.

Smjör eða smjörlíki  75 gr.

Pressuger  50 gr.

 

Bræðið smjörið,vatn og mjólk samn við og komið í ca 37 gráður og gerið þá sett saman við og leyst upp.

Þurrefnunum blandað saman og sett saman við mjólkurblönduna í 2-3 skömmtum og hrært í með fingrunum,þegar allt er komið saman er þetta hnoðað vel saman  og sett í skál (gott að sáldra hveiti í skálina fyrst) og rakt stykki sett yfir og skálin sett á hlýjan stað og látið hefast í ca.30 mín.

Deigið tekið og hnoðað smá en ekki mikið,mótaðar bollur og settar á pappír og látið standa með rakt stykki í aðrar 20 mín. Athugið að hægt er að píska saman egg og pensla yfir og dýfa í td.birkifræ,ost eða hvað sem menn kjósa að hafa á bollunum.Einnig er gott að breyta til og setja þá td.kúmen í deigið og er það þá sett saman við hveitiblönduna og þá er bara að slumpa eftir smekk en ég set gjarnan ca.1 bolla.

Bollurnar settar í heitann ofninn og bakaðar í ca.15 mín við 200 °C

ATH. Að þessi uppskrift gefur í kringum 20 bollur sem best er að borða strax en einnig er hægta að kæla þær og frysta.

 

 

 Grófar Bollur.

Hveiti  700 gr.

Heilhveiti  300 gr.

Sykur  2 tsk.

Salt  3 tsk.

Vatn  2 ½  dltr.

Mjólk  2 ½  dltr.

Smjör eða smjörlíki  75 gr.

Pressuger  50 gr.

 

Bræðið smjörið,vatn og mjólk samn við og komið í ca 37 gráður og gerið þá sett saman við og leyst upp.

Þurrefnunum blandað saman og sett saman við mjólkurblönduna í 2-3 skömmtum og hrært í með fingrunum,þegar allt er komið saman er þetta hnoðað vel saman  og sett í skál (gott að sáldra hveiti í skálina fyrst) og rakt stykki sett yfir og skálin sett á hlýjan stað og látið hefast í ca.30 mín.

Deigið tekið og hnoðað smá en ekki mikið,mótaðar bollur og settar á pappír og látið standa með rakt stykki í aðrar 20 mín. Athugið að hægt er að píska saman egg og pensla yfir og dýfa í td.birkifræ,ost eða hvað sem menn kjósa að hafa á bollunum.

Bollurnar settar í heitann ofninn og bakaðar í ca.15 mín við 200 °C

ATH. Að þessi uppskrift gefur í kringum 20 bollur sem best er að borða strax en einnig er hægta að kæla þær og frysta.

 

Kalkúna/kjúklinga frikadellur.

 

Kalkúna eða kjúklingahakk  500 gr.

Laukur 1.stk ef lítill en hálfur annars

Gulrætur 2-3 stk. Fer eftir stærð

Salt og pipar

Egg 1 stk. (má sleppa)

 

Laukurinn er hakkaður og gulræturnar rifnar og þetta hrært saman við kjötið.

Salt og pipar sett saman við og ca.1/2 dltr. Vatn sem gerir það auðveldara að vinna farsið.

Mótað og sett í eldfastfat sem sett er í ofn 160°C  í 20-35 mín eftir stærð.

Einnig er hægt að steikja þær á pönnu með smjöri/olíu sem gerir þær að mínu mati betri en hitt er án efa hollara.

ATH. Í þessu er auðvitað ekkert heilagt og hægt að bæta við en þetta er ágætur grunnur og gott er td. Að setja saman við þetta steinselju og hakka kannski gúrku saman við. Og einnig er hægt að setja kebabkrydd,lollorosso salat og ferskan kóríander og eru þá komnar pínu marokkodellur.

Einnig er hægt að nota einungis kalkún eða kjúkling

 

Frikadeller.

 

Hakkað kálfa og svínahakk  500 gr.

Hveiti 2 msk.

Salt 2 tsk.

½  Hakkaður laukur

Egg 2-3 stk eftir stærð

Mjólk 2 ½ dltr.

 

Allt hrært saman ásamt helming af mjólkinni og afgangurinn settur rólega saman við þangað til farsið hefur fengið passlega áferð.

Farsið mótað í góðar bollur sem steiktar eru í smjöri/olíu í ca. 5-6 mín. Á hvorri hlið.

 

 Svikinn héri (forloren hare)

Nautahakk  500 gr.

Salt  2 tsk.

Pipar ¼  tsk

Egg 1 stk.

Vatn 1 msk.

Brauðrasp  4 msk.

Bacon í sneiðum   (má sleppa)

Kjötsoð 2 dltr.

Kaffirjómi 1 dltr.  (má nota mjólk)

Rifsberjagel ca.2 tsk.

 

Kjötið,rasp,vatnsalt,pipar og egg blandað saman  og formað í aflangann klump sem settur er í eldfastfat,baconið lagt þvert á klumpinn(þétt svo hylji) og sett í forhitaðann ofn við 225°c í miðjann ofn í ca 15 mín.

Hellið Kaffirjómanum ásamt kjötsoðinu  í fatið og lækkið ofninn niður í 170°C í ca.40-45 mín. Gott er að hella soðinu yfir kjötið annað slagið meðan á steikingu stendur. Þegar steikingu er lokið er soðið sigtað og sett í lítinn pott og þykkt með sósujafnara eða það sem betra er smjörbollu. Sósan er svo smökkuð til með rifsberjagelinu.

Berið fram með soðnum kartöfflum og því sem til fellur J


Prófum aftur.......

Haldiði ekki að maður hafi rankað við sér aftur og sé þar af leiðandi kominn með tölvuna í kjöltuna og horfi alltaf annað slagið yfir skjáinn til að fylgjast með gömlum klippum af AFV eða           americans funniest homevideo ,svona til að reyna að komast í gegnum þær þrengingar sem herja á hugann þessa stundina þar sem maður hefur verið frekar duglegur að reyna að fylgjast með peningamálum og svei mér þá ef maður hefur ekki verið smá niðurdreginn af þeim sökum.

Held samt að lundin sé nú léttari hér á bæ en mörgum öðrum sem eiga varla fyrir saltinu sem nota átti í grautinn sem étinn verður ósaltaður í nánustu framtíð.

Núna held ég að tímabært sé fyrir fólk sama hvar það stendur í pólitík að þétta raðirnar og ylja hvort öðru á þessum síðustu og verstu tíðum og hætta þessu tali um hverjum sé um að kenna,það vita allir hverjum um er að kenna hvernig komið er fyrir landi og þjóð en það þarf ekkert að ræða það frekar heldur stappa stálinu í hvort annað og brosa framan í heiminn og yfirstíga vandamálið sem við Íslendingar erum vægast sagt góðir í Grin.

Það sem Íslendingar eiga að gera að mínu mati er aftirfarandi.

1.Slíta öll samskiðti við breta

2.Taka lán hjá rússum og senda öllum sem sagt hafa nei við okkur frá áramótum stórt FUCK.

3.Lögsækja breta og krefjast þess að þeir greiði upp bankana og greiði væna fúlgu í skaðabætur

Finnst frekar hart að þegar Norður Kórea er tekin af lista hryðjuverka þá á sama tíma setja bretar sem eiga að heita vinaþjóð og einnig félagar í NATO okkur á listann og fara gjörsamlega offari og setja allt á annan endann sem ekki er farið að sjá fyrir endann á.

Skítum á bretana og aðrar fyrrum vinaþjóðir og tökum upp samsterf við rússana sama hvað þeir setja sem skilirði


Idolið mitt..........

Þau ykkar sem hafið fylgst með Idolinu í gegnum tíðina munið væntanlega eftir einum eftirminnilegasta þáttakandanum í gegnum Idolið að mínu mati og minni hetju honum William Wink

Annars er maður bara búinn að vera upptekinn við að sleikja sólina og slaka sér í góða veðrinu þar sem sumarið er sko búið að stimpla sig inn svo um munar með 20+,sól og logni uummmm Tounge

Set hér link með Idolinu mínu

og hérna er hann orðinn feitabolla

GetLost hummm.....Shockingúúffff.........W00tFUCKING BRILLIANT hahahahaha


Niðurtalning hafin fyrir alvöru.....10.9.8.7.6......

Nú get ég farið að telja sjálfur án aðstoðar dagana þangað til

 Gústi,Hulda,Ingi Hrannar og Eva Karen koma til okkar í skemmtiferð jííhaa.

Í dag eru þetta 11.dagar og þeir eru ekkert svo lengi að líða en okkur hlakkar rosalega til að fá þau til okkar í fitunn og skemmtilegheit.

Við ætlum að fara saman í Legoland,Tívolí,bakkann osfrv. og svo verður étið út í eitt múhahaha.

Þann 20 og 22 verður svo undankeppni eurovision haldin í Belgrad í Serbíu og aðalkeppnin haldin laugardaginn 24 næstkomandi.

Ég eurofríkin hlakka ekkert smá til að búa til smá teiti í kringum þetta og verður pottþétt gaman þessi kvöld sem fyrr.

Annars fórum við í Tívolí niðri í bæ í gær og ég tók myndir á símann þar sem myndavélin gleymdist og setti ég einhverja prufu hér á síðunna.

Þetta er í fyrsta skiptið þar sem við fórum og vorum út um allt með tourpass sem palli gaf okkur og hann var óspart notaður,rússibaninn,fallturninn,og fullt af öðrum tækjum.

Við borðuðum úti í góða veðrinu í kvöld og Andrea komin með lausa tönn og tilkynnti pabba sínum og öðrum að núna væri hún sko að verða fullorðin Grin

Erum að fara að skila Daisy sem er búin að vera í pössun hjá okkur og kasta kveðju á Valda og Kristínu í leiðinni.

Adios 


Margt að gerast.......

Bara lítið af því sem ratar inn á þetta blessaða blogg hjá mér en nú er maður sestur að skrifa um það sem gerst hefur og það sem hefði átt að gerast ........allavegana að mínu mati.

Síðast þegar ég skrifaði eitthvað hér þá vorum við á leið til Íslands að láta skíra,halda upp á afmæli Andreu og hitta fullt af fólki sem okkur þykir vænt um eða leyfum því í það minnsta að halda það Grin.

Í dag ætlar allt um koll í Íslenskum fjölmiðlum og í öllu þjóðfélaginu þar sem flutningabílstjórar fara með aðalhlutverk sem verndarar almúgans gagnvart ríkisvaldinu og olíufélögunum,eða leyfa allavega almúganum að halda það.

Það sem ég les út úr þessari vitleysu allri er að sjálfsögðu einungis mín skoðun og hljómar einhvern veginn svona:

Bensínverð hefur aldrei verið hærra á Íslandi en í dag og staða einstaklingsinns sem á bíl svo ekki sé talað um þá sem eru sjálfstæðir bílstjórar á þungum og eyðslufrekum trukkum aldrei verið eins slæm þótt slæm hafi verið þegar ég var sjálfur að vinna við þetta og varð maður oftar en ekki vitni  að því að þeir væru að undirbjóða hvorn annan svo um munaði.

Oft hefur verið talað um það gegnum árin í baráttu kvenna að kvennmenn séu sjálfum sér verstar og get ég tekið undir það en bílstjórar stinga hvorn annan svo oft í bakið að engin furða er þó svona sé komið fyrir þeim.

Þegar Sturla sem fram fer fyrir þessum hóp fárra manna sem er brot af bílstjórum segir að bíllinn hafi verið skemmdur af lögreglu ætla ég ekkert að efast um það ,en takið eftir hver eigandi bílsinns er.........LÝSING.

Svona er þetta,hefur alltaf verið og verður um ókomin ár á meðan menn vilja vera sjálfstæðir atvinnurekendur og eigin herrar þar af leiðandi og tilbúnir að steypa sér í skuldafen sem háð er gengi og eins og við öll vitum hvernig gengi Íslensku krónunnar getur sveiflast þá er auðvelt að fara úr "góðum málum " í djúpann skít eins og einn vitringurinn sagði.

Þegar menn taka eins og margir hverjir 100% lán sem háð er gengi og fjárfesta í dýru og kostnaðarsömu tæki þar sem menn sjá einungis mikla innkomu þá gleyma margir hverjir einnig að líta á útgjaldaliði sem eru að mínu mati hvergi í öðrum rekstri hærri % af innkomu þá er voðinn vís.

Þegar menn hafa undanfarið verið að ræða aðkomu stjórnvalda gagnvart rekstri sjálfstæðra atvinnurekanda(bílstjóra) þá finnst mér alltaf sama lyktin gjósa upp aftur og aftur og aftur og hvaða lykt skyldi það nú vera??????

BÆNDUR með allri sinni kúa,hesta,hænsna osfrv. skítalykt Sick

Annars hef ég ekkert á móti bændum en niðurgreiðslukerfi handa einum atvinnurekanda en ekki öðrum hef ég aldrei kunnað að meta og skal ég fyrir þá sem ekki skilja hvað ég er að fara útskýra það hér:

Ef ég ákveð að þar sem afi minn og afi hans osfrv. hafi allir rekið sérhæða skóverslun sem einungis selur skó fyrir réttfætta og búðin einhverra hluta vegna gengur ekki sem skyldi þá kemur ríkið inn og bjargar málunum og borgar fyrir mig það sem uppá vantar hver mánaðarmót bara til að bjarga því að ég geti verið sjálfstæður atvinnurekandi eins og afi minn og afi hans osfrv.

Þetta er það sem gert er við bændur og við eigum þar af leiðandi allt of mikið af litlum bóndum sem ekki fá nóg og rétt skrimmta við fátækrarmörkin í stað þess að leyfa þeim að deyja drottni sínum þeim sem ekki hafa vit til að finna sér starf við hæfi.....pínu grimmt hugsa margir en vegna þess hvernig búið er um málin þá erum við skattgreiðendur að borga allt of mikið fyrir vöruna okkar sem annars er mjög dýr út úr búð,þá greiðum við einnig fyrir hana í gegnum þessar greiðslur til bænda og hvað kostar þá varan þegar upp er staðið??????

Þetta er einhvern veginn það sem ég sé og heyri þegar ég hlusta á Sturlu og hans menn væla úr sér augun vegna þess hvernig þeir haga sínum viðskiptum þ.e.a.s. semja vitlaust við sína kúnna,undirbjóða hvern annan eins og ég veit ekki hvað,taka 100% lán á allt sitt hafurtask eins og leikskólakrakkar bara til að geta sagst vera sjálfstæður trukkabílstjóri.

Þegar menn gera eins og þeir flestir gera,keyra allt of lengi þá má ekki gleyma að þeir eru þá flestir búnir að vera við vinnu (lestun) við bílinn sem telst ekki með í umræðunni. td. bílstjóri sem keyrir milli Akureyrar og Reykjavíkur er yfirleitt búinn að vera að vinna fullan vinnudag áður en hann leggur af stað á allt of mjóum vegum miðað við evrópustaðla og vill einhver mæta þeim þá? nei takk.

Þetta er það sem þeir vilja fá í gegn þessir vitleysingar sem telja að lögin nái ekki yfir þá þar sem við búum við aðrar aðstæður á Íslandi sem er vissulega rétt.Þeir bílstjórar sem ég þekki og keyra um í evrópu þurfa nær undantekningarlaust ekki að lesta bara að keyra en mega samt ekki keyra lengur og þó svo þeir keyri um á miklu betri vegum en við höfum uppá að bjóða á íslandi.

Bensínverð hefur hækkaðmikið og líka hjá okkur í Danmörku og er um að kenna heimsmarkaðsverði sem á eftir að hækka meira miðað við allar spár og hvað á að gera þá?

Lækka skattana bara meira?

Eru menn orðnir svona vitlausir eða hvað?

Þegar menn ræða það að þessir skattar fari nú ekki allir í gatnagerð ok hvert fara þeir þá?

Þeir fara í að borga fyrir losun á menguðu lofti td. og samgöngur almennt og hvergi annarsstaðar í evrópu er eins mikið svifryk vegna nagladekkja eins og á íslandi og það hefur áhrif á td. fullt af fólki sem lagst hefur inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika svo dæmi séu tekin.

Málið er að ríkið þarf að huga að mörgum liðum þegar skattar og álögur eru settar á og margt sem kannski mætti laga og annað sem kannski á rétt á sér en eftir sem áður þá er þatta svo röng leið hjá þessum bílstjóragreijum og PS.maður sem ræðst á lögregluna Policeer nú ekkert allt of gáfaður og að velja sér svoleiðis mann sem talsmann segir meira en mörg orð um hvurslags fífl standa að baki honum.

Þetta er það sem gerst hefur og það sem mér finnst að hefði átt að gerast er einfaldlega að taka miklu harðar á þessum vitleysingum.

Annars er allt gott að frétta af okkur og sló ég garðinn í 2.skiptið í dag og horfði á Ferrari vinna 2.falt á spáni sem var ekki leiðinlegt en ekkert síðra var að Alonso skildi detta út Wink 


Ísland eftir 3 daga !!!!!

Komum til Keflavíkur þann 19. og verðum á klakanum til 26.

Hvernig á maður eiginlega að klæða sig ?

Verður maður að taka með sér einhverjar skriljónir til að geta lifað af ?

Hvernig er það með borgarstjórnina,eru þeir búnir að finna eitthvað út úr þessu öllu saman ?

Greinilegt að maður verður að skoða sig aðeins um,skoða gamla hverfið og athuga hverju er búið að breyta og hvað er að gerast sem er greinilegt að af nógu er að taka sem verður ekki eins og var.

Hlakka pínu til að hitta allt fólkið en verð nú að viðurkenna að veðráttan er ekkert að toga í mig en hér er búið að vera  í kringum  12 gráður,sól og blíða.


About fucking time......úps má kannski ekki skrifa þetta !!!!!!

Hanna Bríet stækkar og stækkar enda með brjóst uppí sér þegar hún er ekki sofandi og er greinilegt að hún er að flýta sér að verða fullorðin og systir hennar litlu skárri með hár niður á rass,gelgja dauðans og á bara 9 daga eftir á leikskóla og þá verða nú kaflaskil í lífi unglingsins á heimilinu.

Guðrún tekur heimilið traustu taki og skellti mér inn á klósettin ,lokaði á eftir mér og opnaði ekki fyrr en allt var orðið skínandi og missti ég þar af geggjuðu veðri sól og blíðu í gær Shocking

En íbúðin lyktar af hreinleika og konan loksins komin með smá bros sem löngu er tímabært en spurning hversu lengi það endist hjá þessari elsku FootinMouth

Annars er það að frétta að vinnustaðurinn minn var allur í upplausn fyrir ekki svo löngu síðan og ástæðan fyrir því er fyrirhuguð lokun á húsnæðinu sem við erum í.

Þessi lokun er ekki að koma neinum á óvart og vissi ég af henni þegar ég réði mig en reyndar átti ekki að loka fyrr en sept 2009 en breyttist í sept 2008 sem er nær en maður sætti sig kannski við og í kjölfarið sagði minn yfirmaður upp og er hætt og ein af smurbrauðskellunum er farin líka og við erum búin að vera að finna fyrir smá breytingum þar sem deildir eru farnar að flytja smá saman og minnkar alltaf hjá okkur kúnnahópurinn smá saman en vilja samt halda öllu eins og hefur verið en ekki borga meira sem maður er að reyna að útskýra að gangi ekki alveg upp FootinMouth

Við komum til með að vera á Íslandinu þann 19 mars og förum svo heim 26 mars og ætlum að láta skíra Hönnu Bríeti og halda upp á afmælið hennar Andreu og verður fengið til þess eitt stk.skip!!!!!

Jebb Hilmar og Áslaug voru svo frábær að bjóða okkur að vera með herleg heitin um borð í Sæbjörginni sem liggur við festar í Reykjavíkur höfn þar sem fyrirhugað tónlistarhús rís,ekki amalegt það að vera með 6 ára afmæli um borð í stóru skipi með skipstjóra og læti og prinsessan að rifna úr monti Grin

Annars er það að frétta að ég er nú búinn að vera að reyna að hringja í hann karl föður minn og reyna að ná tali af honum,símtal sem þurrkar kjaftinn meira en góðu hófi gegnir,hjartatussan springur nærri  og svitinn sprettur fram.Ég sem hélt að maður væri fær í flestann sjó og búinn að prófa eitt og annað þá virðist þetta taka miklu meira á en ég hefði þorað að trúa,held að hann sé með númerabirti eða þá að hann sé ALDREI heima Woundering en ég hlýt að ná af honum einn fagrann dag í mars.apríl eða einhvern tímann í rassgati.

Annars er ég búinn að vera fastur í Harry Potter og Silla núna er hann búinn og ég kominn til manna eins og við jólasveinarnir segjum hahahahahaha.

Gústi:Ég á fleiri góða brandara og skal ekki láta þig vera að glíma við þennan lengur

Skvís:Ég kem svo væntanlega oftar með með fréttir fyrst Harry Potter er loksins búinn  

Ég fékk sendann  mail sem ég hendi hérna fyrir neðan og leyfi ykkur að skoða og endilega segið mér hvernig fór

Hvað er :

12+18

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>Rétt 30

>

>

>3+56

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>59

>

>

>89+2

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>91

>

>

>12+53

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>65

>

>

>75+26

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>101

>

>

>25+52

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>77

>

>

>63+32

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>95

>

>

>

>

>!Já stærðfræði er erfið, en hún launar sig,

!!!!

>

>

>

>

>

>Svona nú...smá í viðbótl...

>

>

>123+5

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>128

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>HUGSAÐU NÚ FLJOTT...HUGSAÐU UM EITT VERKFÆRI OG
EINN LIT !!!

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>AÐEINS LENGRA NIÐUR

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>AÐEINS LENGRA...

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

> SMÁ LENGRA...

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>Þú hugsaðir um HAMAR OG RAUÐANN , er það ekki
rétt ???

>

>

>

>

>

>

>

>

>

>Ef þú gerðir það EKKI ert þú ein af 2% sem hefur
öðruvísi (ekki normal) heila...

98% hugsa um hamar og rauðann, þegar þeir gera
þetta verkefni

Ég er ekkert smá klikk og hugsaði um græna hjólsög sem Óskar Gísla á W00t hugsa sér hvort ætli sé merkilegra,að ég hugsaði um græna hjólsög eða eiga eina slíka hahahahahahahahaha.


Hérna kemur einn léttur

Hellingur búinn um að vera síðan ég skrifaði síðast en það kemur smá klausa um það væntanlega um helgina en þessi kemur þangað til og Ingvar bróðir fær heiðurinn að þessum sem er snilld!!!

 

Jón bóndi í Útnára hafði aldrei verið giftur, en var í gær að fá til sín
eina Thælenska úr póstlistanum ?Einn með öllu?. Hann veit ekki alveg hvernig
hann á að umgangast dömuna og ákveður að hringja í póstlistann, en fyrir
slysni ruglast hann á símanúmerum og fær samband við tölvubúðina ?Ein með
öllu?.
Heyrum nú hvað þeim fór á milli:
Sölumaður (S)
Jón bóndi (J)
RING RING
S: ?Ein með öllu? góðan daginn,
J: Já, góðan daginn. Ég fékk hjá ykkkur ?Eina? núna um daginn og ég er í
helvítis brasi með hana. Ég kann bara ekkert á hana. Ég held að hún sé
tælensk?..
S: Neiii?. Það getur ekki verið. Ef þú hefur fengið hana nýlega þá hlýtur
hún að vera frá Kóreu. Hvað heitir hún annars?
J: Hún heitir Hí un Dæ, held ég. Hún er allavega með merki framan á sér sem
á stendur. Hí un Dæ.
S: Já, Hyundai, það getur passað. En hvaða vandræði eru með hana?
J: Ég er búin að vera að berjast við að reyna að koma henni af stað í allan
dag en ekkert gengið.
S: Ertu búinn að taka hana úr umbúðunum?
J: Já, hún stendur hérna alveg ?nettó ?fyrir framan mig og ég bara veit
ekkert hvað ég á að geranæst.
S: Mér finnst nú alltaf best að hafa þær uppi á borði þegar ég nota þær.
Annars þreytist maður svo fljótt í bakinu.
J: Jááá þú segir nokkuð. Ég skelli henni þá upp á borð!
S: Gott, svo sestu framan við hana og athugar hvort hún sé orðin heit.
J: Ég er búin að þreifa aðeins á henni og hún er bara sæmilega volg víðast
hvar?
S: Hvernig týpa er þetta annars? 486?
J: Tja- 6 og ekki 6?Það sem ég var með í huga var bara svona venjulegt sex
allaveganna til að byrja með. Það er aldrei að vita hvað maður gerir svona
seinna meir?
S: Þú segir að hún sé orðin volg, já Þá skaltu grípa um músina, og færa hana
rólega þangað til að ?bendillinn? er kominn þangað sem þú vilt.
J: Grípa um músina? Er það nú ekki svolítið ruddalegt svona rétt á meðan við
erum að kynnast?
S: Nei nei. Það er alveg nauðsynlegt að vera liðugur á músina þannig að þú
fáir það sem þú vilt.
J: Jæja , það skal þá þannig vera, en heyrðu, það er allt fullt af hárum á
músinni !
S: Klikkaðu undir hana og blástu svo á hana. Það ætti að duga. Hvernig er
annars minnið í henni?
J: Tja, það hefur nú lítið reynt á það ennþá hún kom nú bara í gær
S: Þú ert náttúrulega með harðan? Er það ekki?
J: Harðan. Jú, og ég er búinn að vera með hann lengi. Loksins er ég búinn að
fá eitthvað til að setja hann í!!!
S: Hvað er hann stór?
J: Stór??? Hann er svona í góðu meðallagi! ! ! !
S: O.K. gott, þeim mun stærri því meiru getur þú hlaðið á hann. Segðu mér
annað, hvernig drif er á henni?
J: Hvað meinar þú með drif??????
S: Sérðu ekki rifu framan á henni? Það er drif?
J: Já, ég sé smá rifu en ég er vanur að kalla hana allt öðrum nöfnum
S: Já, rifan er til þess að bæta í hana einu og öðru. Þú stingur bara
floppinum inn og svo er það bara ?run? og ?enter?.
J: Run? Þarf það???? Ég er nú ekki með það stórt herbergi að ég geti verið
að hlaupa mikið en ENTER það get ég! ! !
S: Svo veistu að þú getur tekið pásu hvenær sem er því að sá harði geymir
allt saman eins lengi og þú vilt, nema náttúrulega að hún krassi á þig !!!
J: Krassi á mig? Eiga þær það til líka? Ég get nú bara ekki hugsað þá hugsun
til enda.
S: Ef hún krassar þá getur sá harði skemmst.
J: Það hlítur að vera ósköp sárt! ! ! ! !
S: Enn hvað ætlar þú að gera við hana? Í hvað ætlar þú að nota hana?
J: Ég var nú aðallega að hugsa um að leika mér að henni meðan ég er að
kynnast henni. Svo fer ég að nota hana í eitt og annað nytsamlegt.
S: Það er upplagt að láta hana sjá um bókhaldið. Það er um að gera að nýta
möguleika hennar á öllum sviðum eins og maður getur.
J: Segðu mér eitt, er ekki óhætt að treysta þeim?
S: Jú, jú, þær eru nokkuð öruggar.
J: Hvað finnst þér um hana? Heldur þú að hún sé ekki bara nokkuð góð? Hún Hí
un Dæ???
S: Jú, ég er búinn að skoða þær margar, og þessi er örugglega þrælgóð. Þú
þarft náttúruleg að vita að þær úreldast fljótt. Þú kemur bara með hana
niðureftir og uppfærir í eina nýja. Við tökum þá gömlu uppí! ! !
J: Það er ekki að spyrja að því. Toppþjónusta sem þið veitið?..
S: Já, við leggjum okkur fram við að veita kúnnanum góða þjónustu. Margir
skipta á svona tveggja ára fresti?
J: Heyrðu, ég þakka þér bara kærlega fyrir hjálpina. Nú er ég tilbúinn til
þess að hjóla í hana?.
S: Gott hjá þér, og ef þú lendir í frekari vandræðum þá skal ég koma á
staðinn og hjálpa þér.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband