Margt að gerast.......

Bara lítið af því sem ratar inn á þetta blessaða blogg hjá mér en nú er maður sestur að skrifa um það sem gerst hefur og það sem hefði átt að gerast ........allavegana að mínu mati.

Síðast þegar ég skrifaði eitthvað hér þá vorum við á leið til Íslands að láta skíra,halda upp á afmæli Andreu og hitta fullt af fólki sem okkur þykir vænt um eða leyfum því í það minnsta að halda það Grin.

Í dag ætlar allt um koll í Íslenskum fjölmiðlum og í öllu þjóðfélaginu þar sem flutningabílstjórar fara með aðalhlutverk sem verndarar almúgans gagnvart ríkisvaldinu og olíufélögunum,eða leyfa allavega almúganum að halda það.

Það sem ég les út úr þessari vitleysu allri er að sjálfsögðu einungis mín skoðun og hljómar einhvern veginn svona:

Bensínverð hefur aldrei verið hærra á Íslandi en í dag og staða einstaklingsinns sem á bíl svo ekki sé talað um þá sem eru sjálfstæðir bílstjórar á þungum og eyðslufrekum trukkum aldrei verið eins slæm þótt slæm hafi verið þegar ég var sjálfur að vinna við þetta og varð maður oftar en ekki vitni  að því að þeir væru að undirbjóða hvorn annan svo um munaði.

Oft hefur verið talað um það gegnum árin í baráttu kvenna að kvennmenn séu sjálfum sér verstar og get ég tekið undir það en bílstjórar stinga hvorn annan svo oft í bakið að engin furða er þó svona sé komið fyrir þeim.

Þegar Sturla sem fram fer fyrir þessum hóp fárra manna sem er brot af bílstjórum segir að bíllinn hafi verið skemmdur af lögreglu ætla ég ekkert að efast um það ,en takið eftir hver eigandi bílsinns er.........LÝSING.

Svona er þetta,hefur alltaf verið og verður um ókomin ár á meðan menn vilja vera sjálfstæðir atvinnurekendur og eigin herrar þar af leiðandi og tilbúnir að steypa sér í skuldafen sem háð er gengi og eins og við öll vitum hvernig gengi Íslensku krónunnar getur sveiflast þá er auðvelt að fara úr "góðum málum " í djúpann skít eins og einn vitringurinn sagði.

Þegar menn taka eins og margir hverjir 100% lán sem háð er gengi og fjárfesta í dýru og kostnaðarsömu tæki þar sem menn sjá einungis mikla innkomu þá gleyma margir hverjir einnig að líta á útgjaldaliði sem eru að mínu mati hvergi í öðrum rekstri hærri % af innkomu þá er voðinn vís.

Þegar menn hafa undanfarið verið að ræða aðkomu stjórnvalda gagnvart rekstri sjálfstæðra atvinnurekanda(bílstjóra) þá finnst mér alltaf sama lyktin gjósa upp aftur og aftur og aftur og hvaða lykt skyldi það nú vera??????

BÆNDUR með allri sinni kúa,hesta,hænsna osfrv. skítalykt Sick

Annars hef ég ekkert á móti bændum en niðurgreiðslukerfi handa einum atvinnurekanda en ekki öðrum hef ég aldrei kunnað að meta og skal ég fyrir þá sem ekki skilja hvað ég er að fara útskýra það hér:

Ef ég ákveð að þar sem afi minn og afi hans osfrv. hafi allir rekið sérhæða skóverslun sem einungis selur skó fyrir réttfætta og búðin einhverra hluta vegna gengur ekki sem skyldi þá kemur ríkið inn og bjargar málunum og borgar fyrir mig það sem uppá vantar hver mánaðarmót bara til að bjarga því að ég geti verið sjálfstæður atvinnurekandi eins og afi minn og afi hans osfrv.

Þetta er það sem gert er við bændur og við eigum þar af leiðandi allt of mikið af litlum bóndum sem ekki fá nóg og rétt skrimmta við fátækrarmörkin í stað þess að leyfa þeim að deyja drottni sínum þeim sem ekki hafa vit til að finna sér starf við hæfi.....pínu grimmt hugsa margir en vegna þess hvernig búið er um málin þá erum við skattgreiðendur að borga allt of mikið fyrir vöruna okkar sem annars er mjög dýr út úr búð,þá greiðum við einnig fyrir hana í gegnum þessar greiðslur til bænda og hvað kostar þá varan þegar upp er staðið??????

Þetta er einhvern veginn það sem ég sé og heyri þegar ég hlusta á Sturlu og hans menn væla úr sér augun vegna þess hvernig þeir haga sínum viðskiptum þ.e.a.s. semja vitlaust við sína kúnna,undirbjóða hvern annan eins og ég veit ekki hvað,taka 100% lán á allt sitt hafurtask eins og leikskólakrakkar bara til að geta sagst vera sjálfstæður trukkabílstjóri.

Þegar menn gera eins og þeir flestir gera,keyra allt of lengi þá má ekki gleyma að þeir eru þá flestir búnir að vera við vinnu (lestun) við bílinn sem telst ekki með í umræðunni. td. bílstjóri sem keyrir milli Akureyrar og Reykjavíkur er yfirleitt búinn að vera að vinna fullan vinnudag áður en hann leggur af stað á allt of mjóum vegum miðað við evrópustaðla og vill einhver mæta þeim þá? nei takk.

Þetta er það sem þeir vilja fá í gegn þessir vitleysingar sem telja að lögin nái ekki yfir þá þar sem við búum við aðrar aðstæður á Íslandi sem er vissulega rétt.Þeir bílstjórar sem ég þekki og keyra um í evrópu þurfa nær undantekningarlaust ekki að lesta bara að keyra en mega samt ekki keyra lengur og þó svo þeir keyri um á miklu betri vegum en við höfum uppá að bjóða á íslandi.

Bensínverð hefur hækkaðmikið og líka hjá okkur í Danmörku og er um að kenna heimsmarkaðsverði sem á eftir að hækka meira miðað við allar spár og hvað á að gera þá?

Lækka skattana bara meira?

Eru menn orðnir svona vitlausir eða hvað?

Þegar menn ræða það að þessir skattar fari nú ekki allir í gatnagerð ok hvert fara þeir þá?

Þeir fara í að borga fyrir losun á menguðu lofti td. og samgöngur almennt og hvergi annarsstaðar í evrópu er eins mikið svifryk vegna nagladekkja eins og á íslandi og það hefur áhrif á td. fullt af fólki sem lagst hefur inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika svo dæmi séu tekin.

Málið er að ríkið þarf að huga að mörgum liðum þegar skattar og álögur eru settar á og margt sem kannski mætti laga og annað sem kannski á rétt á sér en eftir sem áður þá er þatta svo röng leið hjá þessum bílstjóragreijum og PS.maður sem ræðst á lögregluna Policeer nú ekkert allt of gáfaður og að velja sér svoleiðis mann sem talsmann segir meira en mörg orð um hvurslags fífl standa að baki honum.

Þetta er það sem gerst hefur og það sem mér finnst að hefði átt að gerast er einfaldlega að taka miklu harðar á þessum vitleysingum.

Annars er allt gott að frétta af okkur og sló ég garðinn í 2.skiptið í dag og horfði á Ferrari vinna 2.falt á spáni sem var ekki leiðinlegt en ekkert síðra var að Alonso skildi detta út Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérna ég held að þú sért að verða fullorðin Viddi :o

Áslaug frænka (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:50

2 identicon

oh mikið er ég sammála þér Viddi...... ég held að upphafið á þessu rugli öllu megi nefnilega rekja til þess að krónan veiktist og lánin hjá þessu mönnum ruku upp úr öllu valdi.....

Hlakka annars mikið til að koma í frí til ykkar

Hulda (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 18:54

3 identicon

Heyrða kall, ég er nú ekkert smá sammála þér. Hörku pistill og góður. Sjáumst eftir nokkra daga og kíkjum á stelpurnar í köben :)

 Kveðja Gústi

Gústi frændi (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 19:43

4 identicon

hæhæ:) j´ég er svo sammála þér:) gott að þið hafið það gott og við höfum það gott og langt í fyrsta slátt hér á bæ þar sem það er snjókoma núna..... :( en við verðum í bandi :) bæjó
kv. Jónbjörg og strákastóðið

Jónbjörg (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:09

5 identicon

hæ krútt

varð að segja hæ hehehe

það er gott að vita að það sé gott þarna úti hjá ykkur, annað en í snjókomunni hér á Ak.

Hulda frænka (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:01

6 identicon

uuuuuuuuuu... væluVÖRUBÍLLINN er á leiðinni .....

óskar (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband