jæja hvert var ég kominn.......

já einna helst ber að nefna að dóttir mín...já nú þarf maður víst að fara að nafngreina þessar elskur þar sem maður á alveg helling ja allavega tvær prinsessur Wink en semsagt hún Hanna Bríet var í skoðun og mældist og vigtaðist 59 cm. og 5,180 kg.

sem þýðir að hún hefur lengst um 4 cm og þyngst um 1.kg á 3 vikum W00t Spurning hvort þurfi að breyta mataræði hjá mömmunni og minnka fituprósentuna í mataræðinu hjá henni ?????? nú held ég samt að ég hafi verið að grafa mér gröf þar sem ég veit að hún kíkir hingað stundum þessi elska ÚPS...

En þetta er bara hið besta mál og greinilegt að hún hefur það gott eins og afgangurinn af fjölskyldunni.

Annars fórum við til Álaborgar síðustu helgi,ókum af stað um leið og ég kom heim úr vinnu og búið var að skipta um dekk á bílnum þar sem við vorum enn á varadekkinu síðan sprakk hjá mér í vinnunni um daginn sem er nú kannski önnur saga.

Við ókum af stað í ekta íslensku slagviðri sem við höfum aldrei kynnst hér í danaveldi fyrr,vorum komin á bilinu 20:00-20:30 man ekki alveg en það var vel tekið á móti okkur og við settumst auðvitað niður og byrjuðum að kjafta og vinna upp tímann sem liðinn var síðan síðast. Daginn eftir vara maður ræstur af krökkunum sem vildu að maður færi nú að koma sér á fætur sem og maður gerði en ég tók eftir einhverjum skrítnum svip á Birni Kára sem rauk úr herberginu með fýlusvip og þungur á brún.Var að velta fyrir mér hvað ég hefði nú gert en þá kom það í ljós....... hann átti von á að sjá Hilmar afa og Áslaugu ömmu en ekki okkur og greinilegt hvern hann hefði tekið fram yfir hvern Smile Stubburinn var nú samt fljótur að jafna sig og við farnir að fíflast og hafa gaman.Áslaug og Hilmar ætluðu sér að koma á svipuðum tíma og við en lentu í 14 tíma seinkun frá Fróni og týndu tösku Woundering minnið mig endilega á það ef ég skildi einhverra hluta vegna gleyma því að fara ekki í sama flugi og þessar elskur,ef ekki er seinkun hjá þeim þá týnast töskur eða bara hvort tveggja LoL

Þau komu milli 11 og 12 og var farið strax í það að skreyta kökur og undirbúa afmælisveisluna fyrir heimasætuna sem hélt upp á 6.ára afmælið sitt og voru SS pylsur og SS pylsusinnep ummm og svo auðvitað kökur.Við vorum hjá þeim þangað til seinni part sunnudags og er alveg hægt að fullyrða að þetta var snilldar helgi í rólegheitum,áti,Trivial,samveru og göngu.Vil bara þakka æðislega fyrir okkur

Andrea vex og dafnar sem aldrei fyrr en ég hef tekið eftir því að hún er farin að rugla saman orðum stundum og ber íslensk orð ekki alveg rétt fram  en þetta er lítið enn sem komið er en við reynum að vera dugleg að leiðrétta hana en held stundum að maður sé orðið lítið betri þar sem maður þarf að taka á honum stóra sínum hvað varðar talað mál Wink

ætli maður verði ekki að fara að skella sér í sturtu og gera sig sætan þar sem við erum að fara til Valda og Kristínar í sameiginlegt afmæliskaffi eftir sundæfingu hjá Andreu.

Þangað til næst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú ert mætur aftur á "svæðið".  Við söknum ykkar mikið og finnst það ÓTRÚLEGA fúlt að hafa ekki enn haft tækifæri til að hitta ykkur og knúsa nýjustu prinsessuna ykkar....

Kveðja til ykkar allra frá okkur öllum.

Hulda (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband