30.12.2007 | 17:49
Af nógu að taka
Jólin, tengdó í heimsókn, nýtt barn ,nýja systir mín ofl ofl.....
Þann 20.desember eignuðumst við hjónin aðra prinsessu sem hefur verið nefnd Hanna Bríet og er algjör engill eins og aðrir fjölskyldumeðlimir
Við förum svo til Íslands þann 19.mars til að heimsækja ættingja,vini og láta skíra hana Hönnu Bríeti .
Annars er bara allt gott að frétta af okkur hér og vorum við Andrea og Óli að koma inn úr dyrunum. Við fórum nefnilega í jóla tívolíið og verða settar myndir þaðan á síðuna hjá þeim systrum.
Jólin komu með ró og frið og svona ca.3-4 kg sem sett voru beint utan á mann Annars vorum við með svona blönduð Íslensk-Dönsk jól.
Borðuðum Andarbringur á aðfangadag,Fleskesteg og Hangikjöt á jóladag,Nautalund annan í jólum og tökum svo Hamborgarhrygginn á gamlárskvöld.
Jolly og Sus borðuðu með okkur á aðfangadag og tengdó eru búin að vera hjá okkur um jólin og fara 2.janúar. Jólin voru sannkölluð pakkajól og sást varla í tréð fyrir pökkum og þökkum við öllum fyrir allt sem við höfum fengið sem hitti allt í mark.
Annars held ég að það sem stendur upp úr hjá mér þessa dagana kannski fyrir utan það að eiga orðið 2.prinsessur þá sé það að vera kominn í samband við Herdísi systir mína sem orðin er 19.ára og eins og flestir vita þá er ég víst orðinn eitthvað 20 + . Við ætlum að hittast þegar við förum til Íslands um páskana og hlakka ég ekkert smá til að fá loksins að hitta hana.
Athugasemdir
Hæhæ kæra fjölskylda gott að þið eruð búin að hafa það gott um jólin En ég segi nú bara GLEÐILEGT NÝTT ÁR Viddi minn og takk fyrir þau gömlu og góðu kiss kiss og knús til ykkar kveðja Alda besta frænka:)
Alda besta frænka:) (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 15:07
´þú sagðir að Hanna Bríet væri algjört krútt eins og restin af familíunni. ég er sammála með anderu og guðrúnu en ég veit ekki með þig.
það er engin afsökun að vera busy.. ég er alltaf busy og samt næ ég að blogga mjög reglulega(hóst)
þangað til næst.
hannes (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.