Piparkökuhús......hummm

En pabbi !!!

Við ætluðum að gera höll núna fyrir þessi jól. Já ég veit ástin mín en núna hefur pabbi bara svo lítinn tíma,ólétta konu og svo ætlar hún Sara frænka þín að koma og þá verðum við að baka tvö hús, þannig að við skulum bara gera höllina fyrir næstu jól.

Ooo...ok þá en hún verður þá líka að vera rosa fín og risa stór!!!

Það er svona að lofa einhverju sem tekst svo ekki að græja á réttum tíma....það vex bara og verður að ROSA fín og ROSA stór Wink

Það verður bara gaman að græja þetta að ári, en annars er Andrea farin að taka framförum hvað varðar allt sem heitir föndur og gerði hún miklu meira af húsinu og hjálpaði mér miklu meira núna en fyrir ári og verður gaman að sjá hvernig þetta verður næst.Þarna er auðvitað heilt ár segja sumir og auðvitað telur það en ég held að blessuðu gleraugun hjálpi ekkert smá....hún er jú hálf blind Woundering

 Núna á maður með öllu réttu að vera farinn að sofa í hausinn á sér,sérstaklega þar sem er búið að vera geggjað að gera í vinnunni eins og oftst er hjá manni í desember og ég hlakka ekkert lítið til þegar fer að róast hjá manni.Annars eru nú reyndar bara 3.dagar eftir fram að fríi.

Annars þegar ég var að fara úr vinnunni í dag rak ég augun í pöntun fyrir morgundaginn sem er pinna og smáréttir fyrir 310 manns Whistling langar geðveikt í flensu eða bara að Guðrún fari af stað.

Held að allt sé að verða klárt og jólin geta komið mín vegna þar sem ég held að allt sé komið nema þessi árlegi hausverkur............gjöf handa elskunni minni.

Held svei mér þá að þetta sé alltaf jafn mikill höfuðverkur ár eftir ár og á væntanlega ekkert eftir að skána. 

Hérna situr maður í myrkrinu,étandi Guld korn og Guðrún situr í hinu horninu í myrkrinu einnig með smá týru frá lampa að lesa.......ég er farinn að sofa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já alltaf gott að ljúga að blessuðum börnunum og vona að þau verði búin að gleyma þessu að ári.... sjénsinn þar sem Andrea á í hlut, enda þá verður slegist um athyglina frá einhverri lítilli frekju

Húsið ykkar varð nú samt rosa flott hjá ykkur og tala nú ekki um þegar serían var komin á sinn stað... þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn

Hlakka rosa mikið til að hitta ykkur eftir 2 daga en þið eruð að taka mig á taugum með þessa skvísu ÉG ÆTLA AÐ FÁ AÐ SJÁ HANA

Áslaug uppáhalds... (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 08:30

2 identicon

Hæhæ elsku karlinn ætli ég fái hana ekki bara litlu skvísuna í afmælisgjöf híhí  en vonandi fer hún samt að koma svo þið getið verið heima um jólin og haft það gott  bið að heilsa konunum þínum :) kiss kiss og kram

Gleðileg jól kæra fjölskilda 

Kveðja Alda besta frænka

Alda (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband