4.12.2007 | 17:16
hvar er Valli ?
Það er búið að vera nóg að gera síðan ég drattaðist til að skrifa síðast og einhverjir eru duglegir að skamma strákinn fyrir leti og ég skil ekkert í því .
Annars komu tengdó og Guðrún og Kristján komu með og svo hittum við Rúnar og Mæju líka,þannig að það var mikið spjallað og étið sem fylgir alltaf þegar gestir koma þá má ég elda eitthvað gott .
Óli átti afmæli á föstudaginn og við fengum okkur Fleskesteg med tilbehør og svo fengum við þessa líka góðu köku sem Guðrún snaraði fram og svo segist hún ekki geta bakað held að einhver sé að reyna að sleppa við eldhúsjobbin vegna þess að hún getur þetta greinilega ef hún vill.
Við ætluðum að fara í Jólatívolí þessa helgi en það var geðveik dagskrá hjá öllum, aðallega samt bara að reyna að sjoppa sem mest á sem skemmstum tíma.
Þetta var voða gott og við héldum okkar striki samt þrátt fyrir gestagang og Andrea fór í sundið sitt,ég slakað á og Guðrún gerði eitthvað ???
Það er allavega búið að snúa kvikindinu og nú þarf bara að senda stelpuna út að skokka svo eitthvað fari að gerast, ég er orðinn mjög spenntur að fá að vakna á næturnar öðruvísi en að þurfa bara að glíma við blöðruhálskirtilsvandamál .
Hugsa sér að maður skuli hlakka til að skipta á kúkableyjum,þrífa ælu,ganga um gólf um nætur osfrv.
Nú er bara að drífa sig í að þjáfla Andreu svo maður geti slakað á og hoft á sjónvarpið og sofið um nætur,hún hefur svo gaman af börnum þessi elska annars held ég að maður þurfi einna helst að passa að hún mammi ekki þessa elsku í drasl.
Svo mæli ég bara með því að allir setji bara jólalögin í geislann og komi sér í rétta gírinn þar sem jólin eru rétt handan við hornið og um næstu helgi verðum við í laufarbrauðsbakstri og svo kemur piparkökuhúsið í beinu framhaldi af því þannig að við erum sko komin í jólagírinn
Adios
Athugasemdir
VIDDI kvikindinu arrrg
En vonandi hafið þið það gott og hugglulegt um jólin með jolly og sus og auðvita prinsessunum kiss kiss og knús kv Alda besta frænka sem er sko farin að hlusta á jóalögin híhí :)
Alda besta frænka (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 21:05
Hehe þú ert ótrúlegur skal minna þig á þessar kúkableyjur. En bara svo það sé á tæru að þessa örfáu klst sem ég stoppa færðu ekki að koma nálægt þessu barni, nöfnurnar þurfa líka að bonda
Játa mig sigraða í að nafna mín komi í dag af öllum dögum
knús
Áslaug uppáhalds.. (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 22:02
til hamingju með að það sé búið að snúa "kvikindinu"
ójá jólin að koma. er að komast í gírinn. mín leið er að setja grinch í DVD tækið. þá eru komin jól. svo jólalögin með ladda. þau setja alltaf svip á jólin.
er að læra eins og er fyrir bóklegu prófin sem byrja 10. des og enda 18. ég er búinn að fara í tvö verkleg próf, annað í þjálffræði og hitt í rafmagnsfræði. fékk 7.5 og 9 í þeim þannig að allt gengur vel.
kærlig hilsen frá borg óttans.
hannes (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.