4.11.2007 | 12:37
smá blogg
Ég er kominn með fasta vinnu þar sem ég hef tekið þá ákvörðun að ráða mig til ISS og starfa í eldhúsi TDC höfuðstöðvunum sem staðsettar eru down town nánar tiltekið á Norrebrö.
Þetta þýðir að ég kem til með að vita hvar ég verð,hvenær,hvaða innkoma er væntanleg og auk þess safna ég frá og með þriðjudeginum öllum réttindum einnig svo ss.lífeyri,fríi og þessháttar.
Annars er búið að vera nóg að gera núna undanfarið.
Anna Silla,Óskar og litli Laden komu síðastliðinn miðvikudag og fóru með hádegisvélinni núna áðan og verður þeirra sárt saknað,sérstaklega litla skæruliðanns.
Við fórum ekkert í IKEA meðan þau voru hér og tel ég möguleika á að við getum farið í IKEA næst þegar þau koma án þess að fá útbrot og flutt burt í væntumþykjutreyjum með froðu út á kinnar.
Við fórum hinsvegar út að borða á japanskan stað sem er við Tívolíið og heitir Wagamama og get ég mælt með honum við alla sem finnst austurlenskur matur góður,vilja góða þjónustu,sanngjarnt verð, og síðast en ekki síst er staðurinn barnvænn
Síðan fyrir þá sem ekki hafa farið í brunch á Laundromat kaffe en eru kannski á leiðinni hingað þá er þetta málið.Þeir voru valdir á aok.dk með besta brunchinn og er það engin lýgi.
Síðan var grillað,étið og borðað,snætt og legið á meltunni og ég er enn saddur og verð að öllum líkindum fram til 17.desembers.
Þetta er búinn að vera góður tími og svo má nú ekki gleyma því að pabbi,jolly,Hannes og frúr koma til okkar næstkomandi föstudag og verður mikið húllum hæ.
Annar fyrir þá sem eru alltaf að spyrja hvað okkur vanti og hvað Andreu langi í jólagjöf þá ætlum við að setja það inn á næstu dögum á síðuna hennar,en ekki fá sjokk þar sem ég er MJÖG dýr í rekstri og slæ ekkert af
Annar gengur nú lífið sinn vanagang hér hjá okkur,vinna ,borða ,sofa ,skíta
Hilsen
Athugasemdir
kvitt kvitt elskurnar mínar:)
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 13:16
Velkomin tilbaka :)
Þú ert svo penn að það er ótrúlegt, held að það séu örugglega fleiri en ég sem vilja ekki vita hvernig þínum wc málum er háttað hahaha
Gaman að heyra að Ikea datt út í þetta sinn (hjúkket) og til lukku með fasta vinnu - enda löngu orðið tímabært
Hér á mínum bæ gengur allt í rólegheitum en Mummi kom í umbúðaskipti og var myndaður í bak og fyrir, að sjálfsögðu hægt að finna þær myndir á síðunni
Á meðan þið skemmtið ykkur svo með pabba gamla og systkinum um næstu helgi verðum við i Dublin......
Miss you
Áslaug uppáhalds... (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.