28.11.2007 | 16:46
Enn á lífi og bíð eftir mörgu td.Tengdó,barni og jólunum
Það styttist óðum í heimsókn tengdó hingað til okkar og taka þau Guðrúnu systir Hólmfríðar og manninn hennar hann Kristján með sér og gista þau líka hér hjá okkur og sú stutta er orðin yfir sig spennt.
Guðrún fór í mæðraskoðun í dag og svo í sónar þar sem lósmóðirin gat ekki fundið að sú stutta væri búin að snúa sér og kom svo líka bara í ljós að hún sat bara þarna og hafði það næs,og er FEIT
Guðrún fer svo á morgun og þá ætla þeir að reyna að snúa kvikindinu á hvolf (hver vill hanga á hvolfi) Vonandi fer hún bara af stað og kemur ömmu og afa á óvart í heimsókninni þeirra .
Annars á Óli tengdó afmæli á föstudaginn og þá ætlum við að reyna að borða öll saman og fá Valda og Kristínu og co. líka en Rúnar og Mæja verða víst í Svíþjóð og komast ekki í afmælið hjá Óla.
Annars er það bara í fréttum að Gústi og Hulda tóku það til bragðs að selja fína bílinn sinn svo þau eigi fyrir ferð til okkar eftir áramót Veit samt að þau eru að fara til Reykjavíkur bráðum og vonandi eyða þau ekki of miklu þar.
Ég er kominn í smá jólastemmara og við erum farin að hlusta á jólalög hér á bæ og svo ætla ég að henda upp einhverjum seríum um helgina sem verður svona til að láta jólin kikka inn fyrir alvöru og svo er það nú " rosinen i pølseenden " haldiði ekki bara að maður verði í jólafríi frá 22 des til 2 jan.
JÍÍHAAaaaaa
Elska þetta líf hér í kongens københavn.
Þangað til næst sem verður styttra en síðast LOFA
Athugasemdir
Heyrðu góði minn ég kem á UNDAN jólunum argggg...... enginn nennir að telja niður í mig fer nú að taka þetta ansi nærri mér
4 des er dagurinn er margbúin að segja þetta... býð svo bara spennt eftir að fá símtalið
kreist
Áslaug uppáhalds... (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 19:06
Já vonandi fer hún bara af stað við að láta reina að snúa snúllunni:)
en viddi snúa (kvikindinu) og hún er (feit) þú ert svo heppinn með orðaval að það er ekkert venjulegt en hafið það sem best kreist og kram kv Alda Frænka:)
Alda (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 21:39
sæll drengs. ég trúi því nú ekki að þig hlakki ti að fá óla í heimsókn, hehe. en já.. jólafrí??? -hvað er það.. hefur þú nokkuð fengið jólafrí síðan þú varst níu ára eða eitthvað? ég held að þetta eigi eftir að drepa þig. annað hvort það eða þú bætir á þig einhverjum kílóum. kanski það seinna frekar.
gangi ykkur vel með að snúa barninu:)
þangað til næst.
hannes (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.