Stingandi Íkorna öskur jííhaaa

Ætli maður verði ekki að reyna að koma einhverju frá sér,það líður alltaf einhver "smá"  tími á milli færslna hér hjá mér.

Jólin eru farin að láta á sér kræla hér í køben,sem er bara fínt.

Fórum í bæinn á föstudaginn og fylgdumst með Coca-cola lestinni,sáum Juleman og kelluna hans og tókum lagið með þeim á dönsku auðvitað,svo var kveikt á öllu ljósafarganinu niðri við

Kongens Nytorv og fyrir ykkur sem viljið komast í jólastemmara henti Guðrún myndum af þessu ævintýri inn á síðuna hjá heimasætunni og hvað haldiði..........jebb

Það sést eitthvað í bumbuna á konunni minni þar einnig Wink veit að frænka mín verður ekkert smá glöð með það.

Annars er bara rólegt hérna hjá okkur,orðið skítkalt sérstaklega á morgnanna þegar maður hjólar út á lestarstöð.  HEY vitiði hvað heyrist þegar maður hjólar yfir skott á íkorna ?

Ég veit það en það er frekar erfitt að lýsa þessu óhljóði,sérstaklega þar sem mér brá svo agalega og átti erfitt með að greina mitt öskur frá íkornanum.

Ég var að hjóla einn morguninn út á lestarstöð kl.05:30 nývaknaður og rétt að komast í æfingu með að hjóla aftur þar sem maður hefur ekkert verið neitt að nota hjólhestinn á Íslandi þ.e.a.s síðan maður var í kringum 13 ára og síðan eru liðin Woundering einhver ár.

Allavega þar sem ég var að hjóla með hálfopin augun,kom þetta líka ógurlega ískur og íkorninn hentist af stað inn í runna,væntanlega að drepast í skottinu, þar sem maður á ólétta konu og ég auðvitað tek þátt í þessu öllu saman og með bumbu líka,engin léttavara og svo brá honum væntanlega jafn mikið og mér þar sem ég hentist til hliðar og næstum dottinn og svo yfir á hina hliðina og næstum dottinn og svo aftur og aftur þangað til jafnvægi náðist aftur,svei mér þá ef maður hefur ekki litið út eins og einhver sem hefur stolið sér hjóli á leið heim úr jólaglöggi.

Þarna vaknaði maður sko vel og get ég mælt með þessu fyrir alla þá sem eiga erfitt með að vakna á morgnanna,bara hjóla yfir einn íkorna eða svo.

Hannes bróðir var að kaupa fyrir mig Shrek 3 og fæ ég hana næsta föstudag Grin ekkert búið að bíða neitt smá eftir þessari.Vantaði hana á Íslensku þar sem maður vill skilja allt saman og auðvitað fyrir Andreu líka.

Ætli maður láti ekki staðar numið að sinni þar sem maður þarf víst að fara í skólann.

Adios 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jibby jei there is life :)

OMG hvað ég hló múhahaha hefði sko viljað sjá þessa sjón, aumingja íkorninn

Enn verð að drífa mig yfir á hina síðuna að leita að óléttri skvísu jibbý jei...

see ya

Áslaug uppáhalds... (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:38

2 identicon

ahahahahahahaha....... you made my day..... hahahahaa sé þig alveg fyrir mér....

Hulda "kroppur" (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 12:48

3 identicon

Mig dreymdi draum þar sem þú hringdir í mig og tilkynntir mér að Guðrún væri búin að eiga þennann myndarstrák og auðvitað skellti ég mér í næstu flugvél að skoða og koma við.  Þegar ég tók við litla hlunknum (var sko lítill hlunkur) sem var alveg sköllóttur þá leit hann við og brosti svona fallega til mín og vá hvað hann var líkur pabba

Eftir kúlumyndirnar af Guðrúnu bíðum við Anna spenntar....... allir geta gert mistök you know

Knús úr -7 gr og svarta myrkri

áslaug aftur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 08:11

4 identicon

Hahaha Áslaug bara svona þér til fróðleiks þá bar ég saman bumburnar Andrea vs núna og er lítill sem enginn munur og að barnið verði skollótt eru engar líkur hárpríði í báðum ættum:) og að þessar elskur klikki 2 sinnum nóbbs dont think so!! Andrea átti líka að vera strákur hjá mörgum og var henni líkt mikið við afa minn og vinkona ömmu kom nokkrum dögum áður en Andrea fæddist og sagði að barnið færi að koma, afi væri hérna að gera tilbúið í gríð og erg mér fannst það voða fyndið en svo kom snúllhildur rassmussen og viti menn haldið ekki að hún hafi líkst gamla kallinum fyrst til að byrja með!!! Þannig hver veit nema þessi unga DAMA komi til með að taka útlit frá hinum afanum til að byrja með???
Hélt ég hefði verið  búin að jarða þetta strákatal fyrir löngu síðan og hananú!!

Guðrún (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 10:47

5 identicon

Svona svona snúllan mín óléttar konur eiga ekki að æsa sig að óþörfu

Mig var nú bara að dreyma og leyfa mér að vona, vonin er það sterkasta sem maður á, og ég hlýt nú að vera gefa mig fyrst ég keypti allt í bleiku

En fyrst hún verður nú nefnd eftir mér þá er þetta allt í gúddí

Elska ykkur í klessu

Áslaug uppáhalds... (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband