11.11.2007 | 19:26
Smá heimsóknarrispa
Jæja þá eru þau farin og eru núna úti á velli að bíða eftir flugi þessar elskur.
Það var nú frekar gaman að hitttast svona öll í einu án þess að vera að jarða einhvern sem er að mig minnir síðasta skiptið sem við hittumst öll saman komin síðast þegar við vorum við jarðarför Togga frænda sem er alltaf saknað jafn mikið.
Annars var þetta voða notalegt,tókum liðið allt í gistingu, á föstudag eftir vinnu rölti ég mér yfir á Hovebanen og tók á móti Andreu og Guðrúnu,þar röltum við okkur niður á hótel til pabba og Hannesar þar sem við náðum í þá og tókum svo lestina heim og tókum á móti Jolly og Sus.
Sóley hans Hannesar var með í för og einnig hún Hildur sem er "vinkona" pabba
Ótrúlegt hvernig þetta er,það er að segja þegar menn eru í kringum 10-14 ca þá eru stelpurnar bara "vinkonur" verða kærustur en eftir ákveðið aldursskeið verða þær svo "vinkonur" aftur
Andrea lét það nú ekki slá sig út af laginu og sagði bara að þetta væri sko kærastan hans afa á Akureyri.
Annars á sú stutta orðið danskann kærasta sem heitir Nicolai og er með blá augu.
Fórum í dag og löbbuðum strikið eða Stroget eins og það heitir á máli innfæddra,fórum niður að Amelíuborg sem er fyrir þá sem ekki vita höllin sem er niðri við Nyhavn og skoðuðum verðina með stóru hattana,þaðan fórum við yfir Bredgade og yfir í kirkjuna sem stendur þar sem ég bara man ekki hvað heitir og vorum svo heppin að þar var 40.manna kór að æfa fyrir tónleika sem voru seinna í dag og það var vægast sagt flott.
Jolly,Sus og við fórum svo með lestinni heim og fengum okkur kvöldmat áður en þau lögðu af stað heim.
Þetta er svona það sem er helst að frétta þessa dagana
Fróðleiksmoli dagsinns:Rollur (lömb,hrútar og ær)á íslandi eru að meðaltali 1,8 á hverja manneskju
Athugasemdir
Hæ litli minn :)
Hvað segja danir aleinir heima að bíða eftir næstu heimsókn? Ég fór og hitti þína ferðalanga og fékk óskipta athygli Kolkunnar mátti leika og lesa fyrir hana og kysst að lokum eitthvað annað en capt þegar hann vildi koss hehe
Farðu að skrifa eitthvað drengur.....
36 dagar í lendingu juhúuuuu
Áslaug uppáhalds.... (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 09:37
jájá var búin a ðskrifa eitthvað en það datt bara út, held að þetta vandamál tengist þér bara persónulega.... en hvað um það... skil ekki hvað þú ert að meina þarna með að ég gangi ekki alveg á öllum... vil útskyringu en hefði viljað vera með ykkur þarna um helgina. En annars biðjum við bara að heilsa ykkur. hafið það gott bara. kv. - Jónbjörg -
Diddan (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 11:38
Hej hej
Hvar ertu strákur? farðu nú að láta ljós þitt skína
Áslaug uppáhalds... aftur (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.