Færsluflokkur: Bloggar
21.10.2007 | 09:26
Skrítið að maður sé ekki enn orðinn snilli í dönsku !!!!!
Svona getur þetta verið hérna í Köben þar sem ekki allir tala eins dönsku,getur verið pínu fyndið að hlusta á tvo dani tala saman og skilja ekki alltaf allt sem hinn segir.
Ég veit að það er blæbrigðamunur á Íslenskunni eftir landshlutum en við skiljum þó hvort annað eða ?
Skoðið þennan link sem er vægast sagt fyndinn og leiðir á fleiri góða
PS.það eru komnar myndir af Hellóvín Tívólíjinu sem við fórum í í gær á síðunni hennar Andreu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2007 | 15:02
Hellóvín tívolí hír æ komm.
Þannig er mál með vexti að ég fæ útborgað á tveggja vikna fresti og það var sem sagt borgað út í gær.
NEIHEI........ það stóð nú ekki lengi,það er að segja þeir stoppa alltaf svo andskoti stutt við á reikningnum mínum þessir blessuðu aurar vegna þess að konan mín þessi elska veit alveg hvenær ég fæ þá.
Það þarf að versla nýja kuldaskó á Andreu,nýja inniskó til að hafa á leikskólanum,versla í matinn osfrv.
Ég náði nú að fela nokkrar krónur sem verða sko notaðar á eftir til að fara í Helloween Tívolí júhúhú.
Annars gerðum við mikla og góða uppgötvun !!!!!!
Þannig er mál með vexti að þegar við keyptum íbúðina þá skrúfuðum við fyrir allan hita þar sem var frekar heitt hér hjá okkur.núna hins vegar er farið að kólna og það líka ekkert smá hratt og hitinn í íbúðinni var frekar .........já svona eins og hjarta Guðrúnar SKÍTKALT
Núna verð ég eflaust drepinn,en það verður bara að hafa það,það kostar sitt að segja satt.
Núna er farið að verða bærilegt hér inni þar sem ég fór inn í kompu,hallaði hurðinni og hugsaði með mér að út færi ég ekki aftur fyrr en kominn væri hiti á íbúðina eða þá Guðrún beinfrosin svo ég ekki þyrfti að hlusta á tuðið lengur sem var að verða með öllu óskiljanlegt vegna þess að þegar þú ert komin með 3 trefla er orðið erfitt að tala svo skiljanlegt verði.
Útkoman er sem sagt sú að núna er hægt að fara úr yfirhöfnunum þegar heim er komið og sofa með eina sæng,sem er ekkert smá næs.
Þeir sem hafa eitthvað kíkt á bloggið hjá Jolly litla drulludverg hafa kannski tekið eftir að hann er með asnalega skoðanakönnun í gangi sem ég er ekki alveg að skilja ég þessi rólyndispinni
sem aldrei drýpur af og er allra manna hugljúfi.
Erum búin að vera að passa lítinn hvolp sem er ekkert smá gaman af þar sem við erum báðir svona kannski "leikgjarnir" eins og ég vil kalla það, en hann er á leiðinni heim aftur á morgun sem verður eflaust frekar skrítið,en samt stutt að kíkja á kappann.
Fróðleiksmoli dagsinns:Margir telja mesta sjóslys sögunnar vera þegar Titanic fórst og með því ca.1.500 manns (man ekki töluna nákvæmlega),en staðreyndin er þó sú að 33 árum seinna eða árið 1945 fórst þýska skemmtiferðaskipið Wilhelm Gustloff þegar hann var að flytja rúmlega 10.500 manns þegar Rússneskur kafbátur skaut á hann og fórust 9.343 manns. og þar af 8.000 konur og börn.
Þetta er eins og flestir sjá ca. 6xfleiri en þeir sem fórust á Titanic Takk fyrir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2007 | 09:58
Nýtt grill.....jíha....
Fengum heimsókn frá fróni nú um helgina sem var kærkomin,sérstaklega fyrir hana Andreu mína.
Afi og amma úr steinagerðinu kíktu á okkur og eyddu með okkur helginni sem var mjög þægileg.
Það var nú alveg ótrúlega lítið gert nema vera heima og slaka á.
Á laugardeginum fengum við okkur reyndar smá göngu(það er að segja amma og afi en ég og Andrea hjóluðum þar sem ég er kominn með hjólið mitt hingað og farinn að geta brúkað það ) niður í sundlaug vegna þess að þar var svona dagur þar sem mátti koma og fylgjast með.
Ég reiknaði með því að þetta væri dagur þar sem manni væri sýnt hversu mikið þau voru búin að læra,en nei nei þá var þetta frjáls tími með haug af dóti,tónlist og geggjuðu stuði.
Eftir sundið fórum við í City2 þar sem við versluðum grill til að geta tekið á móti matargestum í grill um kvöldið þar sem Sara,Egill og hann Valdi litli komu í mat til okkar,og síðan var smá öl handa eldra fólkinu.
Sunnudagurinn fór í smá þynnku hjá þeim sem fengu sér öl
Annars átti Andrea helvíti góðann punkt þegar við komum heim var afi búinn að fá sér einn tubbborg eins og hún ber þetta fram,og afi beygir á vitlausum stað,ég segi að hann hafi kannski fengið tubbborginn aðeins of snemma og hún segir þá "já ég held bara að hann geri henn soldið vitlausann"
Þessi blessuðu börn
Annars er bara allt fínt að frétta frá okkur,farið að kólna aðeins en gott veður samt
Guðrún enn ólétt og ég enn að fitna og Andrea orðinn gelgja.
Allt eins og venjulega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2007 | 18:00
Framsóknar hummm.....hvað á maður að segja MELLA!!!!!
Eða bara Framsóknarmellur á annað borð.
Flokkur sem ekki er þekktur fyrir neitt annað en að dragast með að manni sýnist og þyrstir í völd sama hvað það kostar.
Jebb núna er hann Björn Ingi búinn að stökkva yfir til hans Dags ,sem ég annars hef ekkert á móti sem lækni en hef litla trú á kappanum í stjórnmálum.
Annars er hann Villi kallinn kannski bara búinn að míga svo ærlega í skóinn sinn að ólyktin sé orðin slík að Björn varð frá að hverfa
Ég hef sjálfur sjaldann verið jafn feginn því að vera ekki Reykvíkingur lengur og því laus við að reyna að gera upp á milli vitleysinga og hálfvita.
Vilhjálmur: Ákvörðun Björns Inga um samstarfsslit fyrirvaralaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2007 | 16:41
Það fer nú óneitanlega svolítið um mann
Já fréttirnar héðan frá okkur eru ekkert svo alltof góðar.
Þegar ég var í vinnunni hringdi ég í Atla félaga sem var að láta sér leiðast einn á Kastrup og sagði hann mér þá að honum hefði heyrst í fréttunum að maður hefði verið myrtur í hverfinu hjá mér í gær
Ég hringdi svo í Guðrúnu til að athuga hvort hún hefði heyrt eitthvað um þetta og var hún þá búin að sjá þetta í sjónvarpinu og viti menn.Þetta gerðist ca.1,5 km frá okkur og gerðist um kl.21:00 í gær.
Þrír hettuklæddir menn sem gerðu sig skiljanlega á ensku fóru inn til hjónanna,bundu konuna í einu herberginu ,fóru með manninn í annað herbergi og bundu hann þar,opnuðu peningaskápinn sem var víst einhver slatti af peningum vegna þess að þessi kall braskaði helling með bíla og var einungis með reiðufé í sínum fórum.
Þegar þeir hinsvegar eru búnir að ræna þau taka þeir kylfu sem þeir voru með og slá í hausinn á kallinum með þeim afleiðingum að drepa hann.
Maður skilur þetta ekki alveg og ekki laust við að maður sé í smá sjokki eftir þetta.
Núna eru þessir menn hundeltir og ekki nóg með að vera búnir að stela þá nældu þeir sér að manni sýnist í algjörlega tilefnislausa morðákæru.
Fróðleiksmoli dagsinns: ca.11% af jarðarbúum brúka vinstri hönd og þeir sem það gera eru hneygðari til að vera með kynvillu eða aðra geðveilu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.10.2007 | 15:58
loksinns getur maður bloggað
Nú er kominn tími til að breyta,söðla um og setja upp nýja síðu þar sem síðasta bloggsíða var ekki alveg að virka.Það er að segja hýsingin.
Ég er núna að elda í Köbenhavn University sem er svona eins og vinna á flæði línu í rækjuverksmiðju frekar en að eiga eitthvað tengt við eldamennsku.
Föstudaginn síðasta steikti ég til að mynda 6.800 stk af frikadellum og daginn þar áður skar ég hvítkál í 4 klst. samfleytt.Þetta er óneytanlega svipað og að "skræla og skera" í hernum
Jebb ég er geðveikt fórnarlamb..........nei nei
Annars er fínt að vera þarna ef maður einblínir ekki um of á þessa leiðinlegu pósta.
Jolly bróðir datt á bakið og lýtur út eins og hringjarinn frá Notredame.
Hugsa sér,þessi drengur er ekkert venjulegt eintak.
Hann á knallert eða svona svipað hjól og þeir keyrðu um í dumbe and dumber,lýtur út eins og hringjarinn frá Notredame og skælir eins og kelling
Annars er ekki fallegt að gera grín á kostnað annara en ég lýt svo á að þar sem við erum taldir líkir þá sé ég hálfpartinn að gera grín að sjálfum mér
Hef þetta stutt og laggott núna þar sem ekkert markvisst er að frétta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)